Bein útsending: 112 dagurinn Tinni Sveinsson skrifar 11. febrúar 2021 11:00 Í ár leggur 112 áherslu á ofbeldi gegn börnum og kynnir gátt á 112.is þar sem börn og fullorðnir geta átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári. Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru: Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum. Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu. Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra. Slökkvilið Lögreglan Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru: Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum. Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu. Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra.
Slökkvilið Lögreglan Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira