Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2021 07:53 Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Kurtogpí Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. Sagt er frá tillögunni á vefnum kirkjusandur.is. Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir og síðar kom í ljós að það væri það illa farið að þörf væri á að rífa húsið. Slíkt hafi kallað á heildarendurskoðun á lóðinni, en uppbygging hefur verið í gangi á gömlu Strætólóðinni, suður af reit Íslandsbankahússins, síðustu ár. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðabygginga og atvinnuhúsinu á svæðinu. Úr tillögu Kurtogpí. Fyrir miðju má sjá endurbyggt Íslandsbankahús sem mun þjóna nýju hlutverki. Á bak við húsið er Sæbraut og sjórinn.Kurtogpí Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir Íslandsbankahúsið, sem var upphaflega hraðfrystihús, verði endurbyggt sem íbúðarhús og beri „hið endurbyggða hús sterk einkenni gamla frystihússins hvort sem er í mælikvarða, samsetningu eða efniskennd,“ líkt og segir í tillögunni. Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Er gert ráð fyrir að það verði sex hæðir, með þjónustu á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum. Alls verði þar að finna 75 íbúðir og njóti sextíu þeirra útsýnis yfir sundin. „Á þaki hússins verður garður og leiksvæði fyrir íbúðirnar.og gróðurhús með gróðri, matjurtum o.fl.“ Lóðin sem um ræðir er í rauða hringnum. Á uppbygging hússins að vera einföld, burðarkerfið skýrt, með reglulegan hrynjanda og endurteknum opnunum á útveggjum sem hafi „sterka skírskotun í yfirbragð gamla hússins og iðnaðarbygginga þess tíma.“ Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, en fyrir henni stóð þróunarsjóðurinn Langbrók sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum og lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Skipulag Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sagt er frá tillögunni á vefnum kirkjusandur.is. Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir og síðar kom í ljós að það væri það illa farið að þörf væri á að rífa húsið. Slíkt hafi kallað á heildarendurskoðun á lóðinni, en uppbygging hefur verið í gangi á gömlu Strætólóðinni, suður af reit Íslandsbankahússins, síðustu ár. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðabygginga og atvinnuhúsinu á svæðinu. Úr tillögu Kurtogpí. Fyrir miðju má sjá endurbyggt Íslandsbankahús sem mun þjóna nýju hlutverki. Á bak við húsið er Sæbraut og sjórinn.Kurtogpí Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir Íslandsbankahúsið, sem var upphaflega hraðfrystihús, verði endurbyggt sem íbúðarhús og beri „hið endurbyggða hús sterk einkenni gamla frystihússins hvort sem er í mælikvarða, samsetningu eða efniskennd,“ líkt og segir í tillögunni. Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Er gert ráð fyrir að það verði sex hæðir, með þjónustu á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum. Alls verði þar að finna 75 íbúðir og njóti sextíu þeirra útsýnis yfir sundin. „Á þaki hússins verður garður og leiksvæði fyrir íbúðirnar.og gróðurhús með gróðri, matjurtum o.fl.“ Lóðin sem um ræðir er í rauða hringnum. Á uppbygging hússins að vera einföld, burðarkerfið skýrt, með reglulegan hrynjanda og endurteknum opnunum á útveggjum sem hafi „sterka skírskotun í yfirbragð gamla hússins og iðnaðarbygginga þess tíma.“ Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, en fyrir henni stóð þróunarsjóðurinn Langbrók sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum og lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar.
Skipulag Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira