Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:25 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir það mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Vísir/Vilhelm Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld en bréfið birti Jóhann Vigdís einnig inni á Facebook-hópi félaga Samfylkingarinnar. Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki hugsað til framboðs fyrir annan flokk. Jóhanna Vigdís hefur lengi verið í Samfylkingunni og frá árinu 2017 hefur hún setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn, sinnt störfum í fjárlaganefnd, mótað nýsköpunarstefnu Íslands í nefnd nýsköpunarráðherra, setið í menntanefnd Samfylkingarinnar og setið í stjórnum SFFR, Kvennahreyfingarinnar og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, eins og hún rekur sjálf í póstinum sem hún sendi í dag. „Það var því afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfum fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. Hún segist þó virða niðurstöðu uppstillinganefndar og vilja forystu flokksins. „Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og samferðafólki í Samfylkingunni, fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár segi ég mig hér með frá varaþingmennsku, öllum ábyrgðarstörfum innan flokksins, og úr Samfylkingunni.“ Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld en bréfið birti Jóhann Vigdís einnig inni á Facebook-hópi félaga Samfylkingarinnar. Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki hugsað til framboðs fyrir annan flokk. Jóhanna Vigdís hefur lengi verið í Samfylkingunni og frá árinu 2017 hefur hún setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn, sinnt störfum í fjárlaganefnd, mótað nýsköpunarstefnu Íslands í nefnd nýsköpunarráðherra, setið í menntanefnd Samfylkingarinnar og setið í stjórnum SFFR, Kvennahreyfingarinnar og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, eins og hún rekur sjálf í póstinum sem hún sendi í dag. „Það var því afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfum fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. Hún segist þó virða niðurstöðu uppstillinganefndar og vilja forystu flokksins. „Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og samferðafólki í Samfylkingunni, fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár segi ég mig hér með frá varaþingmennsku, öllum ábyrgðarstörfum innan flokksins, og úr Samfylkingunni.“
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira