Svar við bréfi Helga - og Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína. Á margan hátt skil ég þær sterku tilfinningar sem umræða um veiðigjöld virðist oft kalla fram. Íslenskur sjávarútvegur hefur náð gríðarlegum árangri í verðmætasköpun og arðsemi undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún er nú með því besta sem gerist í heiminum. Eðlilega óttast velunnarar sjávarútvegsins að breytingar á kerfinu geti stemmt þeim árangri í hættu og telja að lítið sé af öðrum að læra varðandi hvernig að honum er staðið. Ég vil nýta þetta tækifæri til að rökstyðja frekar tvær fullyrðingar mínar, annars vegar að veiðigjöldin geti ekki talist há og hins vegar að stjórnarskrárákvæði um tímabindingu myndi opna möguleika til skilvirkari gjaldtöku. Eru veiðigjöldin há? Þessari spurningu er erfitt að svara. Alþjóðastofnanir, s.s. OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafa talað mjög fyrir því að ríki fjármagni samrekstur með auðlindagjöldum. Ástæða þess er að auðlindagjöld, ef rétt er að þeim staðið, hafa minni neikvæð áhrif á hagkerfið en almennir skattar. Spurningin er því frekar, eru veiðigjöldin of há? Svo há að þau skaði sjávarútveginn. Þó einnig sé erfitt að svara þessari spurningu er rétt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er með þeim arðsamari í heiminum. Því er ekki úr vegi að bera einfaldlega saman gjaldtöku hér á landi við nágrannalöndin. Geti verr settur sjávarútvegur greitt hærra gjald þá eru veiðigjöldin tæplega of há hér. Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð á veiðigjöldum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi frá 2013 til 2018. Til að aulvelda samanburðinn er hann í íslenskum krónum á kílógramm þorskígildis. (Heimildir, Hagstofa Íslands, Fiskistofa, Hagstova, Grænlenska landstjórnin) Eins og sjá má hafa veiðigjöld á Íslandi að jafnaði verið lægri en í Færeyjum og á Grænlandi. Gott er að hafa í huga að hagnaður veiða í báðum þessum samanburðarlöndun er bundinn við fáar tegundir, rækju og uppsjávarfisk á Grænlandi og uppsávarfisk og botnfiskveiðar í Barentshafi í tilfelli Færeyja. Aðrar veiðar þar eru ekki eins ábatasamar. Almennt geta Íslendingar fátt lært af þessum þjóðum hvað varðar fiskveiðistjórnun. Varla er þó hægt að halda því fram að veiðigjöld á Íslandi séu óeðlilega há ef verr rekinn sjávarútvegur nágrannalandanna greiðir meira. Skiptir auðlindaákvæði máli varðandi gjaldtöku? Lengi hefur verið deilt um auðlindaákvæði í Íslensku stjórnarskránni. Þær deilur sem standa um það frumvarp til stjórnskipunarlaga sem forsætisráðherra hefur lagt fram snúa fyrst og fremst að tímabindingu nýtingarréttinda. Skiptir slíkt ákvæði máli? Að mínu mati er svarið já. Tímabinding skapar almennar forsendur þess að markaðir séu notaðir til þess að ákvarða hvaða endurgjald er eðlilegt fyrir takmarkaðar auðlindir í þjóðareign, í stað flókinna og gallaðra reiknireglna. Hægt væri að setja ákvæði um tímabindingu í lög. Tilraunir til þess hafa þó ekki enn borið árangur. Ákvörðun í stjórnarskrá mundi leggja almennan grunn fyrir hvernig auðlindum í þjóðareign yrði ráðstafa til framtíðar og þannig forðað frá deilum eins og þeim sem hafa staðið um úthlutun aflaheimilda fyrir þær auðlindir sem í framtíðinni kunna að finnast og verða verðmætar. Færeyingar reyndu slíkt fyrirkomulag frá 2016 til 2020, með ágætum árangri. Namibía hefur nýlega fetað í fótspor þeirra. Að mínu mati eru markaðir góðar og skilvirkar stofnanir til verðlagningar réttinda. Setjum upp ímyndað dæmi. Segjum að til sé þjóð þar sem allt verslunarhúsnæði er í eigu ríkisins. Gefum okkur að engar reglur gildi um nýtingu borgaranna á húsnæðinu í upphafi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Slíkt fyrirkomulag er ekki skynsamlegt og mundi leiða til árekstra, minni verðmætasköpunar og hnignunar húsnæðisins. Lítill hvati er hjá þeim sem nota það að fjárfesta í því eða ganga vel um það, enda getur hver sem er notað það. Leysa má þetta vandamál með því að úthluta nýtingarrétti á húsnæðinu til þeirra sem hafa nýtt það og heimila viðskipti með nýtingarréttinn. Smám saman munu arðsamari verslanir kaupa rétt minna arðsamra verslana og tækifæri skapast til aukinnar verðmætasköpunar. Þá kemur upp krafa frá þjóðinni um að gjald sé rukkað fyrir aðganginn. Einkaaðilar eru jú að græða á sameiginlegri eign landsmanna. Er einfaldasta lausnin að setja upp kerfi gjaldheimtu þar sem safnað er rekstrartölum frá öllum verslunum og gjaldið ákveðið á grundvelli meðalarðsemi þeirra? Gjarnan með nokkurri tímatöf, svo leigan í dag endurspeglar arðsemina í hitteðfyrra? Húsnæðisaðgangsgjaldsnefnd ríkisins? Er ekki eðlilegra að tímabinda nýtingarréttinn (slíkt er kallað leigusamningur) og láta markaðinn um að finna eðlilegt leigugjald? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00 „Sannleikurinn er ákjósanlegastur, en þó ekki ómissandi“ Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. 11. febrúar 2021 13:32 Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína. Á margan hátt skil ég þær sterku tilfinningar sem umræða um veiðigjöld virðist oft kalla fram. Íslenskur sjávarútvegur hefur náð gríðarlegum árangri í verðmætasköpun og arðsemi undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún er nú með því besta sem gerist í heiminum. Eðlilega óttast velunnarar sjávarútvegsins að breytingar á kerfinu geti stemmt þeim árangri í hættu og telja að lítið sé af öðrum að læra varðandi hvernig að honum er staðið. Ég vil nýta þetta tækifæri til að rökstyðja frekar tvær fullyrðingar mínar, annars vegar að veiðigjöldin geti ekki talist há og hins vegar að stjórnarskrárákvæði um tímabindingu myndi opna möguleika til skilvirkari gjaldtöku. Eru veiðigjöldin há? Þessari spurningu er erfitt að svara. Alþjóðastofnanir, s.s. OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafa talað mjög fyrir því að ríki fjármagni samrekstur með auðlindagjöldum. Ástæða þess er að auðlindagjöld, ef rétt er að þeim staðið, hafa minni neikvæð áhrif á hagkerfið en almennir skattar. Spurningin er því frekar, eru veiðigjöldin of há? Svo há að þau skaði sjávarútveginn. Þó einnig sé erfitt að svara þessari spurningu er rétt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er með þeim arðsamari í heiminum. Því er ekki úr vegi að bera einfaldlega saman gjaldtöku hér á landi við nágrannalöndin. Geti verr settur sjávarútvegur greitt hærra gjald þá eru veiðigjöldin tæplega of há hér. Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð á veiðigjöldum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi frá 2013 til 2018. Til að aulvelda samanburðinn er hann í íslenskum krónum á kílógramm þorskígildis. (Heimildir, Hagstofa Íslands, Fiskistofa, Hagstova, Grænlenska landstjórnin) Eins og sjá má hafa veiðigjöld á Íslandi að jafnaði verið lægri en í Færeyjum og á Grænlandi. Gott er að hafa í huga að hagnaður veiða í báðum þessum samanburðarlöndun er bundinn við fáar tegundir, rækju og uppsjávarfisk á Grænlandi og uppsávarfisk og botnfiskveiðar í Barentshafi í tilfelli Færeyja. Aðrar veiðar þar eru ekki eins ábatasamar. Almennt geta Íslendingar fátt lært af þessum þjóðum hvað varðar fiskveiðistjórnun. Varla er þó hægt að halda því fram að veiðigjöld á Íslandi séu óeðlilega há ef verr rekinn sjávarútvegur nágrannalandanna greiðir meira. Skiptir auðlindaákvæði máli varðandi gjaldtöku? Lengi hefur verið deilt um auðlindaákvæði í Íslensku stjórnarskránni. Þær deilur sem standa um það frumvarp til stjórnskipunarlaga sem forsætisráðherra hefur lagt fram snúa fyrst og fremst að tímabindingu nýtingarréttinda. Skiptir slíkt ákvæði máli? Að mínu mati er svarið já. Tímabinding skapar almennar forsendur þess að markaðir séu notaðir til þess að ákvarða hvaða endurgjald er eðlilegt fyrir takmarkaðar auðlindir í þjóðareign, í stað flókinna og gallaðra reiknireglna. Hægt væri að setja ákvæði um tímabindingu í lög. Tilraunir til þess hafa þó ekki enn borið árangur. Ákvörðun í stjórnarskrá mundi leggja almennan grunn fyrir hvernig auðlindum í þjóðareign yrði ráðstafa til framtíðar og þannig forðað frá deilum eins og þeim sem hafa staðið um úthlutun aflaheimilda fyrir þær auðlindir sem í framtíðinni kunna að finnast og verða verðmætar. Færeyingar reyndu slíkt fyrirkomulag frá 2016 til 2020, með ágætum árangri. Namibía hefur nýlega fetað í fótspor þeirra. Að mínu mati eru markaðir góðar og skilvirkar stofnanir til verðlagningar réttinda. Setjum upp ímyndað dæmi. Segjum að til sé þjóð þar sem allt verslunarhúsnæði er í eigu ríkisins. Gefum okkur að engar reglur gildi um nýtingu borgaranna á húsnæðinu í upphafi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Slíkt fyrirkomulag er ekki skynsamlegt og mundi leiða til árekstra, minni verðmætasköpunar og hnignunar húsnæðisins. Lítill hvati er hjá þeim sem nota það að fjárfesta í því eða ganga vel um það, enda getur hver sem er notað það. Leysa má þetta vandamál með því að úthluta nýtingarrétti á húsnæðinu til þeirra sem hafa nýtt það og heimila viðskipti með nýtingarréttinn. Smám saman munu arðsamari verslanir kaupa rétt minna arðsamra verslana og tækifæri skapast til aukinnar verðmætasköpunar. Þá kemur upp krafa frá þjóðinni um að gjald sé rukkað fyrir aðganginn. Einkaaðilar eru jú að græða á sameiginlegri eign landsmanna. Er einfaldasta lausnin að setja upp kerfi gjaldheimtu þar sem safnað er rekstrartölum frá öllum verslunum og gjaldið ákveðið á grundvelli meðalarðsemi þeirra? Gjarnan með nokkurri tímatöf, svo leigan í dag endurspeglar arðsemina í hitteðfyrra? Húsnæðisaðgangsgjaldsnefnd ríkisins? Er ekki eðlilegra að tímabinda nýtingarréttinn (slíkt er kallað leigusamningur) og láta markaðinn um að finna eðlilegt leigugjald? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00
„Sannleikurinn er ákjósanlegastur, en þó ekki ómissandi“ Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. 11. febrúar 2021 13:32
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun