Heróínsmyglari kannaðist ekkert við fimmtán ára vinskap Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 11:44 Michael er búsettur í Reykjanesbæ þar sem rafstuðsbyssan fannst meðal annars á heimili hans. Vísir/vilhelm Michal Okapiec, þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir smygl á fíkniefnum og lyfjum, brot á vopnalögum og peningaþvætti. Félagi hans sem lögregla telur að hafi verið burðardýr í smyglinu fékk nýlega sex mánaða dóm fyrir sinn þátt. Ákæran á hendur Michal var í fimm liðum og sneri sá fyrsti að innflutningi á meðal annars tæplega 77 grömmum af heróíni, rúmlega 1500 Oxycontin töflum, fjörutíu Contalgin Uno töflum, 330 stykkjum af Rivotril töflum, 168 stykkjum af Stesolid töflum og tíu Morfín töflum. Efnin voru talin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. 77 grömm af heróíni eru meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug, eins og fjallað var um á Vísi á dögunum. Félagi Michals, sem fékk sex mánaða dóm á dögunum, var tekinn af Tollgæslunni þann 5. september síðastliðinn við komuna með flugi frá Póllandi. Fundust efnin að hluta í farangri hans og að hluta innanklæða. Fimmtán ára kunningsskapur eða aldrei þekkst? Michal var í umræddu flugi frá Póllandi þann 5. september. Hann var stöðvaður af tollgæslu og fannst flaska með ketamíni á honum. Var hann handtekinn. Grunur var uppi um að hann hefði fíkniefni innvortis en svo reyndist ekki vera. Skömmu áður en Michal var handtekinn var félagi hans handtekinn vegna gruns á innflutningnum. Komu þeir með sama flugi til landsins og grunaði lögreglu að þeir þekktust og stæðu saman að innflutningi fíkniefna og lyfja. Félaginn greindi frá því í yfirheyrslu hjá lögreglu að Michael hefði boðið honum átta þúsund evru greiðslu, um 1250 þúsund krónur, fyrir að flytja efnin. Þeir hefðu þekkst í fimmtán ár en þeir byggju í sama bæ í Póllandi. Þeir hefðu hist í Varsjá þar sem hann hefði fengið efnin. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að mennirnir höfðu komið tvisvar til Íslands í ágúst 2020 sama dag. Í annað skiptið hefðu þeir þó ekki flogið frá sömu borg í Póllandi. Endurtekið saman frá Póllandi til Íslands Michal tjáði lögreglu til að byrja með að hann þekkti félaga sinn ekki og sagði hann vera að reyna koma á sig sök. Á síðari stigum vildi hann ekki tjá sig um tengsl sín við hann eða samskipti þeirra. Fyrir dómi vildi hann ekki svara neinum spurningum. Hann kvaðst ekkert samband hafa haft við félaga sinn og vildi ekki svara því hvort hann þekkti hann eða hefði hitt hann á Íslandi á árinu 2020. Hann vildi ekkert segja um það hvers vegna félaginn hefði greint frá samstarfi þeirra. Hann neitaði einnig að hafa haft samband við félagann þótt símagögn bentu til þess. Aðspurður um dagana tvo þar sem mennirnir komu til Íslands sama daginn frá Póllandi í ágúst 2020 sagðist Michal ekkert vita um hvað verið væri að ræða. 101 skilaboð á milli mannanna Lögreglumaður sem stjórnaði rannsókn málsins fullyrti að rannsóknin hefði leitt í ljós að mennirnir hefðu flutt efnin saman til landsins og þáttur Michal væri meiri. Hann hefði séð um skipulagningu og keypt lyfin í Póllandi. Rannsókn á símum sýndi samskipti á milli mannanna. Michal hefði verið aðalmaður en hinn burðardýr. Í niðurstöðu héraðsdóms er tekið fram að við skoðun á farsíma Michal sáust 101 skilaboð úr símanúmeri sem hafði verið eytt úr símanum. Þó ekki skilaboðunum. Burðardýrið, félagi hans, var með umrætt símanúmer og þar var meðal annars rætt um flug til Íslands. Þar var einnig að finna skilaboð frá 5. september þar sem Michal sagði burðardýrinu að eyða símanúmerinu sínu úr símanum. Hann hafði verið skráður sem „Wrrrrr“ í símanum. Ekkert kom fram í málinu sem gaf ástæðu til að setja spurningamerki við vitnisburð burðardýrsins. Taldi héraðsdómur sannað að Michal hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Sjálfur gripinn fyrr um sumarið 2020 Michal játaði önnur brot sem hann var ákærður fyrir. Þar á meðal fyrir innflutning þann 19. júní 2020 þar sem 276 grömm af Metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka töflur, þrjátíu Fentanyl Actavis plástar og 210 Quetipian Actavis töflur fundust innanklæða og í farangri hans við komuna til Íslands frá Wroclas í Póllandi. Þá fundust 0,36 grömm af kannabislaufum heima hjá honum í Reykjanesbæ í desember 2019 og við sömu leit útdraganleg kylfa og svört rafstuðbyssa. Michal var að lokum sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa frá 2018 til 2020 tekið við, aflað sér og eftir atvikum nýtt, geymt eða umbreytt ávinningi að fjárhæð 9,4 milljóna króna með sölu og dreifingu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Öll efni og vopn voru gerð upptæk. Í ljós þess að Michal á ekki sakaferil að baki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn að mestu, eða 21 mánuð af 24. Dómsmál Reykjanesbær Smygl Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ákæran á hendur Michal var í fimm liðum og sneri sá fyrsti að innflutningi á meðal annars tæplega 77 grömmum af heróíni, rúmlega 1500 Oxycontin töflum, fjörutíu Contalgin Uno töflum, 330 stykkjum af Rivotril töflum, 168 stykkjum af Stesolid töflum og tíu Morfín töflum. Efnin voru talin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. 77 grömm af heróíni eru meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug, eins og fjallað var um á Vísi á dögunum. Félagi Michals, sem fékk sex mánaða dóm á dögunum, var tekinn af Tollgæslunni þann 5. september síðastliðinn við komuna með flugi frá Póllandi. Fundust efnin að hluta í farangri hans og að hluta innanklæða. Fimmtán ára kunningsskapur eða aldrei þekkst? Michal var í umræddu flugi frá Póllandi þann 5. september. Hann var stöðvaður af tollgæslu og fannst flaska með ketamíni á honum. Var hann handtekinn. Grunur var uppi um að hann hefði fíkniefni innvortis en svo reyndist ekki vera. Skömmu áður en Michal var handtekinn var félagi hans handtekinn vegna gruns á innflutningnum. Komu þeir með sama flugi til landsins og grunaði lögreglu að þeir þekktust og stæðu saman að innflutningi fíkniefna og lyfja. Félaginn greindi frá því í yfirheyrslu hjá lögreglu að Michael hefði boðið honum átta þúsund evru greiðslu, um 1250 þúsund krónur, fyrir að flytja efnin. Þeir hefðu þekkst í fimmtán ár en þeir byggju í sama bæ í Póllandi. Þeir hefðu hist í Varsjá þar sem hann hefði fengið efnin. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að mennirnir höfðu komið tvisvar til Íslands í ágúst 2020 sama dag. Í annað skiptið hefðu þeir þó ekki flogið frá sömu borg í Póllandi. Endurtekið saman frá Póllandi til Íslands Michal tjáði lögreglu til að byrja með að hann þekkti félaga sinn ekki og sagði hann vera að reyna koma á sig sök. Á síðari stigum vildi hann ekki tjá sig um tengsl sín við hann eða samskipti þeirra. Fyrir dómi vildi hann ekki svara neinum spurningum. Hann kvaðst ekkert samband hafa haft við félaga sinn og vildi ekki svara því hvort hann þekkti hann eða hefði hitt hann á Íslandi á árinu 2020. Hann vildi ekkert segja um það hvers vegna félaginn hefði greint frá samstarfi þeirra. Hann neitaði einnig að hafa haft samband við félagann þótt símagögn bentu til þess. Aðspurður um dagana tvo þar sem mennirnir komu til Íslands sama daginn frá Póllandi í ágúst 2020 sagðist Michal ekkert vita um hvað verið væri að ræða. 101 skilaboð á milli mannanna Lögreglumaður sem stjórnaði rannsókn málsins fullyrti að rannsóknin hefði leitt í ljós að mennirnir hefðu flutt efnin saman til landsins og þáttur Michal væri meiri. Hann hefði séð um skipulagningu og keypt lyfin í Póllandi. Rannsókn á símum sýndi samskipti á milli mannanna. Michal hefði verið aðalmaður en hinn burðardýr. Í niðurstöðu héraðsdóms er tekið fram að við skoðun á farsíma Michal sáust 101 skilaboð úr símanúmeri sem hafði verið eytt úr símanum. Þó ekki skilaboðunum. Burðardýrið, félagi hans, var með umrætt símanúmer og þar var meðal annars rætt um flug til Íslands. Þar var einnig að finna skilaboð frá 5. september þar sem Michal sagði burðardýrinu að eyða símanúmerinu sínu úr símanum. Hann hafði verið skráður sem „Wrrrrr“ í símanum. Ekkert kom fram í málinu sem gaf ástæðu til að setja spurningamerki við vitnisburð burðardýrsins. Taldi héraðsdómur sannað að Michal hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Sjálfur gripinn fyrr um sumarið 2020 Michal játaði önnur brot sem hann var ákærður fyrir. Þar á meðal fyrir innflutning þann 19. júní 2020 þar sem 276 grömm af Metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka töflur, þrjátíu Fentanyl Actavis plástar og 210 Quetipian Actavis töflur fundust innanklæða og í farangri hans við komuna til Íslands frá Wroclas í Póllandi. Þá fundust 0,36 grömm af kannabislaufum heima hjá honum í Reykjanesbæ í desember 2019 og við sömu leit útdraganleg kylfa og svört rafstuðbyssa. Michal var að lokum sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa frá 2018 til 2020 tekið við, aflað sér og eftir atvikum nýtt, geymt eða umbreytt ávinningi að fjárhæð 9,4 milljóna króna með sölu og dreifingu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Öll efni og vopn voru gerð upptæk. Í ljós þess að Michal á ekki sakaferil að baki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn að mestu, eða 21 mánuð af 24.
Dómsmál Reykjanesbær Smygl Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira