Upamecano leikur með RB Leipzig í dag en Englandsmeistarar Liverpool hafa verið orðaðir við leikmanninn ásamt Manchester United og Chelsea. Í dag staðfesti The Guardian að Bayern væri líklegasti áfangastaður franska varnarmannsins en hann getur yfirgefið herbúðir Leipzig fyrir litlar 37.3 milljónir punda er yfirstandandi lektíð lýkur.
David Alaba er á förum frá Bayern í sumar þar sem samningur hans rennur út og neitar Austurríkismaðurinn að skrifa undir framlengingu. Ætla Þýskalandsmeistararnir að fylla skarð hans með hinum 22 ára gamla Upamecano.
BREAKING: RB Leipzig center back Dayot Upamecano has chosen to join Bayern Munich next season, per @Tanziloic pic.twitter.com/b1SrwNX3Lo
— B/R Football (@brfootball) February 12, 2021
Upamecano er enn einn leikmaðurinn sem Red Bull-samsteypan kemur á kortið en Leipzig keypti hann frá RB Salzburg. Ljóst er að það er mikið áfall fyrir Leipzig að missa varnarmanninn til Bayern en liðin eru í tveimur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar.