Breiðablik byrjar á stórsigri á meðan Víkingur og KR gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 21:30 Blikar skoruðu fjögur mörk í kvöld. Vísir/Daniel Thor Lengjubikar karla fór af stað í kvöld þar sem tveir leikir í A-deild og tveir leikir í B-deild fóru fram. Breiðablik vann Leikni Reykjavík 4-0, Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli, Þróttur Reykjavík vann 4-3 sigur á Fjölni og Afturelding lagði Víking Ólafsvík 3-0. Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn