Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 22:39 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi Donald Trump fyrrverandi forseta harðlega í kvöld. Vísir/AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51