Rúmlega helmingur býr enn við ofbeldisaðstæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. febrúar 2021 17:00 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir áhyggjuefni hve margir búi enn við ofbeldisaðstæður. VÍSÍR/HELENA Rúmlega helmingur þeirra sem varð fyrir heimilisofbeldi í fyrra býr enn við aðstæðurnar og er hlutfallið talsvert hærra miðað við fyrri ár, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Skýrsluhöfundur telur að aukið atvinnuleysi og óvissa í samfélaginu hafi áhrif á stöðuna. Könnunin var unnin fyrir ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn, átján ára og eldri og svarhlutfall var 57 prósent. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt skýrslu upp úr niðurstöðum könnunarinnar. „Við erum kannski ekki að sjá mikla fjölgun í því að verða fyrir alvarlegu heimilisofbeldi, eins og ógnun, hótun, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, um tvö prósent íbúa eru að verða fyrir slíku ofbeldi en við erum að sjá fjölgun í andlegu heimilisofbeldi, en um sjö prósent landsmanna eru að verða fyrir slíku ofbeldi,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra. Það hafi komið á óvart hve hátt hlutfall býr enn við ofbeldisaðstæðurnar. „Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldinu sagðist enn búa við aðstæðurnar en var um þriðjungur í fyrri könnunum,“ segir Guðbjörg. Talið er að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst en það gæti verið að aukið atvinnuleysi og óvissa verði til þess að fólk komist síður út af heimilinu,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta sé áhyggjuefni. „Viðbragðsaðilar hafa áhyggjur af þessu. Við þurfum að halda vök okkar,“ segir Guðbjörg. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Sjá meira
Könnunin var unnin fyrir ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn, átján ára og eldri og svarhlutfall var 57 prósent. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt skýrslu upp úr niðurstöðum könnunarinnar. „Við erum kannski ekki að sjá mikla fjölgun í því að verða fyrir alvarlegu heimilisofbeldi, eins og ógnun, hótun, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, um tvö prósent íbúa eru að verða fyrir slíku ofbeldi en við erum að sjá fjölgun í andlegu heimilisofbeldi, en um sjö prósent landsmanna eru að verða fyrir slíku ofbeldi,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra. Það hafi komið á óvart hve hátt hlutfall býr enn við ofbeldisaðstæðurnar. „Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldinu sagðist enn búa við aðstæðurnar en var um þriðjungur í fyrri könnunum,“ segir Guðbjörg. Talið er að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst en það gæti verið að aukið atvinnuleysi og óvissa verði til þess að fólk komist síður út af heimilinu,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta sé áhyggjuefni. „Viðbragðsaðilar hafa áhyggjur af þessu. Við þurfum að halda vök okkar,“ segir Guðbjörg.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Sjá meira