Innlent

Krapaflóð féll yfir þjóðveginn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vegagerðin vinnur að því að ryðja veginn.
Vegagerðin vinnur að því að ryðja veginn. Vísir

Krapaflóð féll féll yfir Þjóðveg 1 í sunnanverðum Fáskrúðsfirði nú fyrir stundu og lokar nú veginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Þetta er í annað sinn í dag sem flóð fellur á vegi á Austfjörðum í dag að því er fram kemur í tilkynningunni en Vegagerðin vinnur nú að því að ryðja veginn svo unnt sé að opna hann.

Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa. Til stóð að funda aftur nú í kvöld og er óvissuástand enn í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×