Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 21:26 Pablo Hasel ætlar sér ekki að gefa sig fram og afplána níu mánaða fangelsisdóm. Lorena Sopêna I Lòpez/Europa Press via Getty Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira