Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 22:58 Í raun hefur ekkert verið gert fyrir húsið síðan 1964. Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar. Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fleiri fréttir Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Sjá meira
Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar.
Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fleiri fréttir Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Sjá meira