Vaxtalaust lán Sif Huld Albertsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:31 Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Byggðamál Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun