Þetta var í sjötta sinn sem þessari eldflaug var skotið út í geim. SpaceX hefur þó tekist að skjóta eldflaug átta sinnum út í geim og lenda henni sömuleiðis átta sinnum.
SpaceX vinnur nú að því að mynda umfangsmikið net Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Þegar er búið að senda rúmlega þúsund örgervihnetti út í geim og verður net þetta notað til að veita fólki aðgang að Internetinu. Fyrirtækið er þegar byrjað að þjónusta fólk með þeim gervihnöttum sem eru í notkun.
SpaceX hefur náð gífurlega góðum árangri í því að lenda eldflaugum og nota þær aftur og þannig hefur fyrirtækið getað sparað töluvert við hvert geimskot. Frá 2015 hefur starfsmönnum fyrirtækisins tekist að lenda 74 eldflaugum og þar á meðal 24 eldflaugum í röð frá mars 2020 og þar til nú.
Samkvæmt frétt Spaceflight Now á fyrirtækið nú sex Falcon 9 eldflaugar sem eru klárar í geimskot en þrjár þeirra eru ætlaðar í geimskot fyrir Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og herafhal Bandaríkjanna.
Verið er að byggja fleiri eldflaugar en það gæti tekið töluverðan tíma og er framtíð Starlink-geimskota því í ákveðinni óvissu. Til stóð að skjóta upp tveimur skömmtum af gervihnöttum til viðbótar í þessum mánuði.
Horfa má á geimskotið hér að neðan. Undir lok myndbandsins má sjá ljós frá eldflauginni nærri drónaskipinu.
Deployment of 60 Starlink satellites confirmed pic.twitter.com/apZ7oTOvNk
— SpaceX (@SpaceX) February 16, 2021