„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 13:01 Morðið í Rauðagerði hefur vakið spurningar um aðbúnað og þjálfun lögreglu hér á landi. Dómsmálaráðherra hefur lýst yfir áhyggjum með stöðu mála. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins handtekinn í húsnæði sem hinn meinti fíkniefnabarón hafði til umráða. Fram kom í gögnum sem lekið var til fjölmiðla og á netið í upphafi árs að karlmaðurinn hefði verið upplýsingagjafi hjá lögreglunni í fjöldamörg ár. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni. Þau eiga von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Skotinn með skammbyssu Það var aðfaranótt síðastliðinn sunnudags sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slasaðan mann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. Um var að ræða fyrrnefndan karlmann frá Albaníu sem bjó í húsinu ásamt konu sinni og barni. Sömu nótt handtók lögregla karlmann á fertugsaldri í Garðabæ. Karlmaðurinn, sem er frá Litháen, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Hinn látni var búsettur í þessu húsi við Rauðagerði í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið sem ekkert viljað segja. Heimildir fréttastofu herma að hinn látni hafi verið skotinn nokkrum sinnum með skammbyssu, meðal annars í höfuðið. Óvíst með gæsluvarðhald Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að íslensks karlmanns væri leitað í tengslum við rannsókn á málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega fertugan karlmann sem hefur verið undir smásjá lögreglu um árabil vegna gruns um fíkniefnainnflutning. Hann hefur komist til mikilla efna án skýringa. Karlmaðurinn var meðal þriggja sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem fóru meðal annars fram á Suðurlandi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinir tveir mennirnir séu útlenskir og allir þrír hafi verið handteknir í húsi rétt fyrir utan Selfoss í nótt í tengslum við morðið. Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði fréttastofu í dag að ekki lægi fyrir hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Fyrrnefndur gagnaleki til fjölmiðla og á Internetið í upphafi árs, sem sýndi samskipti karlmannsins við lögreglu sem upplýsingagjafa, vakti mikla athygli. Ekki liggur fyrir hver lak upplýsingunum til fjölmiðla og á Internetið en héraðssaksóknari hafði málið til skoðunar í janúar. Um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi fjöldi lögreglumanna efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans. Óvildarmaðurinn fullyrti, í nafnlausu erindi sem fylgdi gögnunum, að hinn meinti fíkniefnabarón hefði um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu var karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins handtekinn í húsnæði sem hinn meinti fíkniefnabarón hafði til umráða. Fram kom í gögnum sem lekið var til fjölmiðla og á netið í upphafi árs að karlmaðurinn hefði verið upplýsingagjafi hjá lögreglunni í fjöldamörg ár. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni. Þau eiga von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Skotinn með skammbyssu Það var aðfaranótt síðastliðinn sunnudags sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slasaðan mann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. Um var að ræða fyrrnefndan karlmann frá Albaníu sem bjó í húsinu ásamt konu sinni og barni. Sömu nótt handtók lögregla karlmann á fertugsaldri í Garðabæ. Karlmaðurinn, sem er frá Litháen, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Hinn látni var búsettur í þessu húsi við Rauðagerði í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið sem ekkert viljað segja. Heimildir fréttastofu herma að hinn látni hafi verið skotinn nokkrum sinnum með skammbyssu, meðal annars í höfuðið. Óvíst með gæsluvarðhald Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að íslensks karlmanns væri leitað í tengslum við rannsókn á málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega fertugan karlmann sem hefur verið undir smásjá lögreglu um árabil vegna gruns um fíkniefnainnflutning. Hann hefur komist til mikilla efna án skýringa. Karlmaðurinn var meðal þriggja sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem fóru meðal annars fram á Suðurlandi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinir tveir mennirnir séu útlenskir og allir þrír hafi verið handteknir í húsi rétt fyrir utan Selfoss í nótt í tengslum við morðið. Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði fréttastofu í dag að ekki lægi fyrir hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Fyrrnefndur gagnaleki til fjölmiðla og á Internetið í upphafi árs, sem sýndi samskipti karlmannsins við lögreglu sem upplýsingagjafa, vakti mikla athygli. Ekki liggur fyrir hver lak upplýsingunum til fjölmiðla og á Internetið en héraðssaksóknari hafði málið til skoðunar í janúar. Um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi fjöldi lögreglumanna efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans. Óvildarmaðurinn fullyrti, í nafnlausu erindi sem fylgdi gögnunum, að hinn meinti fíkniefnabarón hefði um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40