Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2025 09:42 Pólskir slökkviliðsmenn tryggja brak úr dróna sem var skotinn niður í Czosnowka 10. september. Síðan þá hafa borist fréttir af drónum og rússneskum herþotum í lofthelgi Evrópuríkja, þar á meðal Noregs og Danmerkur. AP/Piotr Pyrkosz Ríflega sjö af hverjum tíu svarendum í skoðanakönnun Gallup segjast nú telja líklegt að hernaður Rússa í Úkraínu leiði til átaka í fleiri löndum. Hlutfallið hefur aukist en nýlega hefur lofthelgi nokkurra evrópskra ríkja verið rofin af rússneskum loftförum. Fyrst eftir að Rússar réðust af fullu afli inn í Úkraínu í febrúar árið 2020 töldu sex af hverjum tíu svarendum í könnun Gallup að átökin ættu eftir að breiðast út. Hlutfallið lækkaði þó fljótt niður í rúmlega helming. Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem var tekinn dagana 11. til 28. september telja 72 prósent svarenda að líklegt sé að átökin breiðist út en aðeins rúmlega einn af hverjum tíu telur það ólíklegt. Könnunartímabilið hófst daginn eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður yfir Póllandi og á því bárust frekari fréttir af rússneskum herþotum yfir Eistlandi og óþekktum drónum í lofthelgi Noregs og Danmerkur. Þrátt fyrir allt höfðu svarendur ekki miklar áhyggjur af því að innrás Rússa í Úkraínu hefði mikil áhrif á þeirra eigið líf. Ríflega fjórir af hverjum tíu sögðust telja innrásina munu hafa mikil áhrif en rúmlega fjórðungur lítil eða engin. Hlutfallið er lítið breytt frá fyrri könnunum Gallup. Rösklega helmingur sagðist finna fyrir óöryggi eða ótta vegna ástandsins og atburða sem tengdust innrásinni en tæplega fjórðungur ekki. Hlutfallið var svipað fyrst eftir að innrásin hófst fyrir þremur og hálfu ári. Kjósendur Miðflokksins skera sig nokkuð úr í afstöðu sinni til átakanna. Hlutfall þeirra sem telur ólíklegt að átökin breiðist út var langhæst á meðal þeirra af kjósendum flokkanna á Alþingi, um fjörutíu prósent. Innan við helmingur þeirra telur líklegt að átökin breiðist frekar út. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skoðanakannanir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Fyrst eftir að Rússar réðust af fullu afli inn í Úkraínu í febrúar árið 2020 töldu sex af hverjum tíu svarendum í könnun Gallup að átökin ættu eftir að breiðast út. Hlutfallið lækkaði þó fljótt niður í rúmlega helming. Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem var tekinn dagana 11. til 28. september telja 72 prósent svarenda að líklegt sé að átökin breiðist út en aðeins rúmlega einn af hverjum tíu telur það ólíklegt. Könnunartímabilið hófst daginn eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður yfir Póllandi og á því bárust frekari fréttir af rússneskum herþotum yfir Eistlandi og óþekktum drónum í lofthelgi Noregs og Danmerkur. Þrátt fyrir allt höfðu svarendur ekki miklar áhyggjur af því að innrás Rússa í Úkraínu hefði mikil áhrif á þeirra eigið líf. Ríflega fjórir af hverjum tíu sögðust telja innrásina munu hafa mikil áhrif en rúmlega fjórðungur lítil eða engin. Hlutfallið er lítið breytt frá fyrri könnunum Gallup. Rösklega helmingur sagðist finna fyrir óöryggi eða ótta vegna ástandsins og atburða sem tengdust innrásinni en tæplega fjórðungur ekki. Hlutfallið var svipað fyrst eftir að innrásin hófst fyrir þremur og hálfu ári. Kjósendur Miðflokksins skera sig nokkuð úr í afstöðu sinni til átakanna. Hlutfall þeirra sem telur ólíklegt að átökin breiðist út var langhæst á meðal þeirra af kjósendum flokkanna á Alþingi, um fjörutíu prósent. Innan við helmingur þeirra telur líklegt að átökin breiðist frekar út.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skoðanakannanir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira