Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhaldið var strax kærður til Landsréttar enda hefur hann lýst yfir sakleysi sínu. Hann er nú í einangrun.
Tveir menn til viðbótar voru leiddir fyrir dómara í kvöld, þar sem mikill viðbúnaður var, og hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Mennirnir þrír voru handteknir í gærkvöldi í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins.
Einn maður til viðbótar er í gæsluvarðhaldi en hann var handtekinn strax á laugardagskvöld vegna málsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna.