Hafa þróað hermilíkan um áhrif bólusetningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 11:47 Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að líkanið geri það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Vísir/Vilhelm Hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur mjög úr fjölda þeirra sem veikjast lífshættulega af Covid-19 þótt ljóst sé að afleiðingarnar yrðu miklar á heilbrigðiskerfið ef kæmi til útbreidds faraldurs, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr nýju hermilíkani um áhrif bólusetningar gegn Covid-19 sem þróað hefur verið á vegum forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að líkanið geri það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Vinnan við líkanið hefur farið fram undanfarna mánuði en það gefur mynd af því hvernig breytingar verða á samsetningu þess hóps sem gæti sýkst í faraldri sem upp kemur eftir að bólusetning er hafin. Við matið á líklegum afleiðingum faraldursins er unnið með teymi úr Háskóla Íslands sem hefur þróað spálíkan um innlagnir fyrir Landspítalann, að því er segir í tilkynningu. „Vitað er að beinar afleiðingar COVID-19 veikinda eru mjög tengdar aldri sjúklinga og stafar öldruðum margfalt meiri og bráðari hætta af sjúkdóminum heldur en yngra fólki. Afleiðing af þessu er að hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegur er til þess að veikjast lífshættulega af sjúkdóminum. Eigi að síður er ljóst að afleiðingar af útbreiddum faraldri á heilbrigðiskerfið yrðu miklar, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana. Árangur Íslands hingað til helgast af góðri samstöðu um skynsamlegar sóttvarnaaðgerðir og eru innanlandssmit nú í algjöru lágmarki. Aukin vörn í formi bólusetningar mun smám saman draga úr nauðsyn varúðarráðstafana. Ljóst er að verulegur ábati af bólusetningarvernd mun koma fram í vor, eða snemmsumars, þegar búið verður að bólusetja þá hópa sem mest hætta stafar af sjúkdóminum. Áfram er fylgst mjög náið með þróun mála alþjóðlega. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með útbreiðslu ólíkra afbrigða veirunnar og meta að hversu miklu leyti nauðsynlegt gæti verið að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýrri þekkingu,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Hermilíkanið má nálgast hér og forsendur líkans um áhrif bólusetningar á áhættustig vegna Covid-19 hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr nýju hermilíkani um áhrif bólusetningar gegn Covid-19 sem þróað hefur verið á vegum forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að líkanið geri það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Vinnan við líkanið hefur farið fram undanfarna mánuði en það gefur mynd af því hvernig breytingar verða á samsetningu þess hóps sem gæti sýkst í faraldri sem upp kemur eftir að bólusetning er hafin. Við matið á líklegum afleiðingum faraldursins er unnið með teymi úr Háskóla Íslands sem hefur þróað spálíkan um innlagnir fyrir Landspítalann, að því er segir í tilkynningu. „Vitað er að beinar afleiðingar COVID-19 veikinda eru mjög tengdar aldri sjúklinga og stafar öldruðum margfalt meiri og bráðari hætta af sjúkdóminum heldur en yngra fólki. Afleiðing af þessu er að hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegur er til þess að veikjast lífshættulega af sjúkdóminum. Eigi að síður er ljóst að afleiðingar af útbreiddum faraldri á heilbrigðiskerfið yrðu miklar, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana. Árangur Íslands hingað til helgast af góðri samstöðu um skynsamlegar sóttvarnaaðgerðir og eru innanlandssmit nú í algjöru lágmarki. Aukin vörn í formi bólusetningar mun smám saman draga úr nauðsyn varúðarráðstafana. Ljóst er að verulegur ábati af bólusetningarvernd mun koma fram í vor, eða snemmsumars, þegar búið verður að bólusetja þá hópa sem mest hætta stafar af sjúkdóminum. Áfram er fylgst mjög náið með þróun mála alþjóðlega. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með útbreiðslu ólíkra afbrigða veirunnar og meta að hversu miklu leyti nauðsynlegt gæti verið að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýrri þekkingu,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Hermilíkanið má nálgast hér og forsendur líkans um áhrif bólusetningar á áhættustig vegna Covid-19 hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira