Hvað tekur enga stund? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma. Ef þú hins vegar ferð í Gleðibankann ehf. og skuldajafnar sekúntuna með því að búa til meiri tíma síðar getur maður þá sagt að það sem maður gerði taki enga stund? Án þess að setja fram of heimspekilegar pælingar þá má mögulega líkja þessu við að þurka upp egg sem sullast á borð strax eða síðar. Þeir sem hafa glímt við uppþorna eggjasubb vita hvað um ræðir. Þó það taki nokkrar sekúntur að þurka upp blautt eggjasubbið bliknar sá sekúntufjöldi í samanburði við þær mínútur sem það tekur að þurka upp hart og uppþornað subbið. Með því getur röggsamur húsbóndi með sanni sagt við börn sín, þegar hann kennir þeim réttu handtökin í eldhúsinu, það tekur enga stund að þurka þetta upp. Þessu er eins farið með hugleiðslu. Þó að manni finnist oft eins og maður hafi ekki tíma til þess að opna hugleiðslu appið sitt og byrja að hugleiða þá er það þannig að það tekur enga stund. Það sem þú færð í staðin fyrir mínúturnar sem fara í það að hugleiða er betra vinnsluminni í heilann ef við hoppum yfir í tækmnilegar myndlíkingar. Hoppum dýra í líkingarheimin og lítum á sívinsælan tölvuleik sem fyrst kom á markað það herrans ár 1984. Hægt er að hugsa sér Tetris kuppa sem verið er að reyna að raða upp í fallega og þétta röð. Kubbarnir eru verkefni sem þú vilt ljúka, hvort sem þau snúa að vinnu, sjálfum þér eða þínum nánustu. Bilið sem stundum vill myndast á milli er dauð stund sem þú ert ekkert að gera eða stund sem er ekki fullnýtt vegna þess þú varst ekki með fulla athygli á því sem þú varst að gera. Stundum líður manni eins og tetris kubbarnir dritist niður á mann og maður hefur ekkert vald á því að raða þessum verkefnum niður þannig að hægt sé að búa til fallega línu og niðurstaðan er hálfkláruð verkefni, fullt af bilum á milli, verkefnastjóri sem æðir úr einu í annað og endar uppi svekktur með sjálfan sig. Þegar þú hugleið hefurðu betra vald á því að raða kubbunum upp í rökrétta línu og fækkar þar með bilunum á milli kubbana. Hvert andartak getur orðið að hugleiðslu en bara ef þú veist hvað þú þarft að gera. Það er ekki flókið. Þú þarft bara að opna appið kveikja á hugleiðslu og gera það sem leiðbeinandi röddin býður þér að gera. Þegar þú svo hefur æft þig í nokkurn tíma finnurðu að þú hefur betra vald á því að beita æfingunum úr hugleiðslun í daglegu lífi og raðar því tetris kubbum þínum skipulega í röð á þess að líða eins og þú sért í skotárás allan liðlangan daginn. Flestir vilja læra að breyta fókusnum, frá hröðum hugsunum hugans og finna það sem skiptir mann máli í þessum erilsama heimi en það gerist ekki nema maður æfi sig. Með tíð og tíma og því fleiri mínúrtur sem þú leggur inn í hugleiðslurnar þínar sérðu meiri árángur. Eins og með gleðibankann, þú leggur inn og tekur svo út. Það sama passar hins vegar ekki öllum og stundum þarf maður að púsla ferhyndum Tetris kubbum inn í daginn sinn en aðra daga eru langar kubbalengjur það sem vefst fyrir manni. Það er einmit þess vegna sem Flow býður upp á sex aðferðir til að hugleiða. Við þurfum fjölbreytt úrval aðferða sem geta styrkt okkur hvenær sem er dagsins. Markmiðið með þessu öllu saman er svo kannski bara að reyna að öðlast meiri hugarró og gleði hvar og hvenær sem er. Við getum líklega öll verið sammála um að við viljum verja meiri tíma í hugarró og gleði. Er það ekki? Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma. Ef þú hins vegar ferð í Gleðibankann ehf. og skuldajafnar sekúntuna með því að búa til meiri tíma síðar getur maður þá sagt að það sem maður gerði taki enga stund? Án þess að setja fram of heimspekilegar pælingar þá má mögulega líkja þessu við að þurka upp egg sem sullast á borð strax eða síðar. Þeir sem hafa glímt við uppþorna eggjasubb vita hvað um ræðir. Þó það taki nokkrar sekúntur að þurka upp blautt eggjasubbið bliknar sá sekúntufjöldi í samanburði við þær mínútur sem það tekur að þurka upp hart og uppþornað subbið. Með því getur röggsamur húsbóndi með sanni sagt við börn sín, þegar hann kennir þeim réttu handtökin í eldhúsinu, það tekur enga stund að þurka þetta upp. Þessu er eins farið með hugleiðslu. Þó að manni finnist oft eins og maður hafi ekki tíma til þess að opna hugleiðslu appið sitt og byrja að hugleiða þá er það þannig að það tekur enga stund. Það sem þú færð í staðin fyrir mínúturnar sem fara í það að hugleiða er betra vinnsluminni í heilann ef við hoppum yfir í tækmnilegar myndlíkingar. Hoppum dýra í líkingarheimin og lítum á sívinsælan tölvuleik sem fyrst kom á markað það herrans ár 1984. Hægt er að hugsa sér Tetris kuppa sem verið er að reyna að raða upp í fallega og þétta röð. Kubbarnir eru verkefni sem þú vilt ljúka, hvort sem þau snúa að vinnu, sjálfum þér eða þínum nánustu. Bilið sem stundum vill myndast á milli er dauð stund sem þú ert ekkert að gera eða stund sem er ekki fullnýtt vegna þess þú varst ekki með fulla athygli á því sem þú varst að gera. Stundum líður manni eins og tetris kubbarnir dritist niður á mann og maður hefur ekkert vald á því að raða þessum verkefnum niður þannig að hægt sé að búa til fallega línu og niðurstaðan er hálfkláruð verkefni, fullt af bilum á milli, verkefnastjóri sem æðir úr einu í annað og endar uppi svekktur með sjálfan sig. Þegar þú hugleið hefurðu betra vald á því að raða kubbunum upp í rökrétta línu og fækkar þar með bilunum á milli kubbana. Hvert andartak getur orðið að hugleiðslu en bara ef þú veist hvað þú þarft að gera. Það er ekki flókið. Þú þarft bara að opna appið kveikja á hugleiðslu og gera það sem leiðbeinandi röddin býður þér að gera. Þegar þú svo hefur æft þig í nokkurn tíma finnurðu að þú hefur betra vald á því að beita æfingunum úr hugleiðslun í daglegu lífi og raðar því tetris kubbum þínum skipulega í röð á þess að líða eins og þú sért í skotárás allan liðlangan daginn. Flestir vilja læra að breyta fókusnum, frá hröðum hugsunum hugans og finna það sem skiptir mann máli í þessum erilsama heimi en það gerist ekki nema maður æfi sig. Með tíð og tíma og því fleiri mínúrtur sem þú leggur inn í hugleiðslurnar þínar sérðu meiri árángur. Eins og með gleðibankann, þú leggur inn og tekur svo út. Það sama passar hins vegar ekki öllum og stundum þarf maður að púsla ferhyndum Tetris kubbum inn í daginn sinn en aðra daga eru langar kubbalengjur það sem vefst fyrir manni. Það er einmit þess vegna sem Flow býður upp á sex aðferðir til að hugleiða. Við þurfum fjölbreytt úrval aðferða sem geta styrkt okkur hvenær sem er dagsins. Markmiðið með þessu öllu saman er svo kannski bara að reyna að öðlast meiri hugarró og gleði hvar og hvenær sem er. Við getum líklega öll verið sammála um að við viljum verja meiri tíma í hugarró og gleði. Er það ekki? Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun