Vel vopnum búin Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Lögreglan Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar