Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Elín Margrét Böðvarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. febrúar 2021 20:07 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/samsett mynd Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira