Í tilkynningu frá Visit Greenland kemur fram að Hjörtur sé með viðskipta- og hagfræðigráðu frá Copenhagen Business School og með margra ára reynslu á sviði vörumerkjaþróunar og markaðsstjórnunar.
Hann hafi áður starfað við stefnumótun og þróunar á sviði ferðamennsku og krísustjórnunar á áfangastöðum á norðurslóðum, Asíu og Afríku.
Þá segir að honum sé nú falið að raungera áætlun Visit Greenland fyrir árin 2021 til 2024 sem gangi út á að fá fleiri ferðamenn til Grænlands.
Haft er eftir Hirti að fyrsta mál á dagskrá hjá honum verði að fá ferðaþjónustuna á Grænlandi til að ná að ná undir sig fótunum á ný eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar.