Viðskipti innlent

Heildar­eignir LIVE rúm­lega þúsund milljarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Alls greiddu 48 þúsund sjóðfélagar iðgjöld til Lífeyrisjóðs verzlunarmanna.
Alls greiddu 48 þúsund sjóðfélagar iðgjöld til Lífeyrisjóðs verzlunarmanna. Vísir/Hanna

Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna námu 1.013 milljörðum króna um áramót og jukust þær um 145 milljarða króna á árinu. Þar af námu fjárfestingatekjur 130 milljörðum króna.

Frá þessu segir tilkynningu frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þar segir að sjóðfélögum á lífeyri hafi áfram fjölgað á árinu og voru um 20 þúsund í lok árs samanborið við 19 þúsund árið áður.

Ávöxtun eigna hafi verið góð líkt og undanfarin ár og er sjóðurinn sagður vel í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir sem fylgi hækkandi lífaldri þjóðarinnar.

„Helstu tölur fyrir árið 2020:

  • Lífeyrisgreiðslur jukust um 12,5% og voru alls 18 milljarðar króna úr sameignardeild til 20 þúsund lífeyrisþega, eða 7,4% fleiri en árið áður
  • 48 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins
  • Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er jákvæð sem nemur 10,9%. Sú staða þýðir að sjóðurinn er vel í stakk búinn til að takast á við þá áskorun sem leiðir af hækkandi aldri þjóðarinnar og þar með að sjóðfélagar fá greiddan lífeyri lengur en áður
  • Heildareignir voru 1.013 milljarðar króna í lok árs 2020, eða sem nemur 145 milljörðum meiri en árið áður
  • Langtímaávöxtun sjóðsins er áfram góð, fimm ára árleg meðalávöxtun er 6,2%, tíu ára meðalávöxtun 6,7% og 20 ára meðalávöxtun er 4,5%
  • Ávöxtun eigna 2020 nam 14,7% sem samsvarar 10,8% hreinni raunávöxtun. Fjárfestingatekjur á árinu voru 130 milljarðar
  • Vægi erlendra eigna hækkaði og var í lok ársins 43% eignasafnsins

Ársfundur sjóðsins verður haldinn mars 23. mars n.k. kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn verður einnig rafrænn,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×