Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir hhugsanlegt að flýta upphafi framkvæmda við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness. Stöð2/Sigurjón Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti hinn 3. febrúar skýrslu starfshóps um kosti brúar og jarðgangna í tengslum við lagningu Sundabrautar frá sundahverfi í Reykjavík upp á Kjalarnes. Niðurstaðan var að brú yfir Kleppsvík frá Holtavegi yfir á Gufunes væri hagkvæmari kostur en neðansjávargöng. Samgönguráðherra er sannfærður um að brú yfir Kleppsvík verði áfram betri og hagkvæmari kostur en neðansjávargöng að loknu umhverfismati, félagshagfræðilegri greiningu og umferðarlíkansspá.Stöð2/Sigurjón Viku síðar eða hinn 11. febrúar var málið rætt í borgarráði þar sem meirihlutinn sagði samstöðu um að næsta skref fælist meðal annars í því að kanna kostina til hlítar með félagshagfræðilegri greiningu þar sem afleiddur kostnaður fyrir höfnina og nærlæg íbúahverfi komi einnig til skoðunar. En meirihlutinn vill enn skoða kostinn við göng. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir samráði við íbúasamtök. Meirihlutinn í borgarstjórn vill að jarðgangakosturinn verði skoðaður betur.samgönguráðuneytið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í borgarráði tóku hins vegar nokkurn veginn undir hugmyndir um brú. Hér sést hvernig Sundabrú myndi liggja að stórum hluta með brúarstólpum á landi allt frá Holtavegi við Sæbraut yfir á Gufunes og hvar lagður yrði vegur um nesið í framhaldinu.samgönguráðuneytið Samgönguráðherra er sannfærður um að stjórnvöld og Vegagerðin annars vegar og borgin hins vegar séu komin með sameiginlega sýn á framkvæmdina og að heildarlausnin sé komin fram. „Við höfum valkost sem eru þá jarðgöng sem munu verða metin í umhverfismatinu. Það þarf að hafa fleiri hluti þar til samanburðar,“ segir Sigurður Ingi. Aðilar ætli að gefa sér tíma í umhverfismat, skipulagsbreytingar, forhönnun og undirbúning. „Ef það er hægt að stytta þann tíma með því til að mynda að byrja hugsanlega á kaflanum frá Gufunesi upp á Kjalarnes væri það enn betra og áhugaverðara. Því ekki veitir okkur af að fá opinberar framkvæmdir í gang í samfélaginu,“ segir samgönguráðherra. Á þessari mynd sé sá hluti Sundabrautar sem myndi liggja um Gufunes og þaðan upp á Kjalarnes.samgönguráðuneytið Varðandi verkefnið í heild þurfi að ljúka félagshagfræðilegri greiningu og fá frekari upplýsingar úr umferðarlíkansspákerfi sem sveitarfélögin og Vegagerðin séu að keyra. „Ég er sannfærður um að brúin muni alltaf sýna yfirburði sína í samanburðinum því lengra og meira sem við skoðum það.“ Þannig að þessi hugmynd sé kannski að losna undan einhvers konar Teigsskógarálögum? „Já, ég er að vonast til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegagerð Sundabraut Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti hinn 3. febrúar skýrslu starfshóps um kosti brúar og jarðgangna í tengslum við lagningu Sundabrautar frá sundahverfi í Reykjavík upp á Kjalarnes. Niðurstaðan var að brú yfir Kleppsvík frá Holtavegi yfir á Gufunes væri hagkvæmari kostur en neðansjávargöng. Samgönguráðherra er sannfærður um að brú yfir Kleppsvík verði áfram betri og hagkvæmari kostur en neðansjávargöng að loknu umhverfismati, félagshagfræðilegri greiningu og umferðarlíkansspá.Stöð2/Sigurjón Viku síðar eða hinn 11. febrúar var málið rætt í borgarráði þar sem meirihlutinn sagði samstöðu um að næsta skref fælist meðal annars í því að kanna kostina til hlítar með félagshagfræðilegri greiningu þar sem afleiddur kostnaður fyrir höfnina og nærlæg íbúahverfi komi einnig til skoðunar. En meirihlutinn vill enn skoða kostinn við göng. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir samráði við íbúasamtök. Meirihlutinn í borgarstjórn vill að jarðgangakosturinn verði skoðaður betur.samgönguráðuneytið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í borgarráði tóku hins vegar nokkurn veginn undir hugmyndir um brú. Hér sést hvernig Sundabrú myndi liggja að stórum hluta með brúarstólpum á landi allt frá Holtavegi við Sæbraut yfir á Gufunes og hvar lagður yrði vegur um nesið í framhaldinu.samgönguráðuneytið Samgönguráðherra er sannfærður um að stjórnvöld og Vegagerðin annars vegar og borgin hins vegar séu komin með sameiginlega sýn á framkvæmdina og að heildarlausnin sé komin fram. „Við höfum valkost sem eru þá jarðgöng sem munu verða metin í umhverfismatinu. Það þarf að hafa fleiri hluti þar til samanburðar,“ segir Sigurður Ingi. Aðilar ætli að gefa sér tíma í umhverfismat, skipulagsbreytingar, forhönnun og undirbúning. „Ef það er hægt að stytta þann tíma með því til að mynda að byrja hugsanlega á kaflanum frá Gufunesi upp á Kjalarnes væri það enn betra og áhugaverðara. Því ekki veitir okkur af að fá opinberar framkvæmdir í gang í samfélaginu,“ segir samgönguráðherra. Á þessari mynd sé sá hluti Sundabrautar sem myndi liggja um Gufunes og þaðan upp á Kjalarnes.samgönguráðuneytið Varðandi verkefnið í heild þurfi að ljúka félagshagfræðilegri greiningu og fá frekari upplýsingar úr umferðarlíkansspákerfi sem sveitarfélögin og Vegagerðin séu að keyra. „Ég er sannfærður um að brúin muni alltaf sýna yfirburði sína í samanburðinum því lengra og meira sem við skoðum það.“ Þannig að þessi hugmynd sé kannski að losna undan einhvers konar Teigsskógarálögum? „Já, ég er að vonast til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Vegagerð Sundabraut Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06
Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21