Úr penna hjúkrunarfræðings Anna Kristín B. Jóhannesdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun