Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 11:01 Ásakanir Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, hafa leitt til þess að stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins stendur í þeirri trú að svo sé. AP/Lynne Sladky Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. Við viðleitni þeirra til að draga úr kosningaþátttöku geta Repúblikanar ekki vísað í gögn eða vísbendingar um kosningasvindl heldur tortryggni gagnvart kosningakerfi Bandaríkjanna. Það er tortryggni sem Repúblikanar hafa sjálfir byggt upp á undanförnum mánuðum og árum með Donald Trump, fyrrverandi forseta, í fararbroddi. Í samantekt Washington Post segir að þingmenn í 33 ríkjum hafi samið rúmlega 160 frumvörp sem ætlað sé að draga úr kosningaþátttöku. Ásakanir Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, hafa leitt til þess að stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins stendur í þeirri trú að svo sé. Það er þó Trump-liðar hafi ekki getað fært sannanir fyrir því og embættismenn og sérfræðingar segja það rangt. William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf út í lok síðasta árs að engar vísbendingar lægju fyrir um að stórfellt kosningasvindl hefði átt sér stað. Í kjölfar þess versnaði samband hans og Trumps verulega og Barr endaði á því að hætta skömmu fyrir embættistöku Bidens. Trump sagði sambærilega hluti um forsetakosningarnar 2016, sem hann vann. Þá sagði hann umfangsmikið kosningasvindl hafa kostað sigi meirihluta atkvæða á landsvísu en Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði en hann. Þessa tortryggni sem Repúblikanar hafa búið til, ætla þeir nú að nota Viðleitni þessi á sér stað í mörgum þeim ríkjum þar sem Repúblikanar ráða ríkjum. Þeirra á meðal eru Arizona, Flórída, Georgía, Texas, Pennsylvanía, Michigan og Wisconsin. Forsvarsmenn þessara breytinga segja þær nauðsynlegar því svo margir kjósendur standi í þeirri trú að Joe Biden hafi unnið kosningarnar í fyrra með svindli. Washington Post hefur þó eftir Repúblikönum í Georgíu að þessi viðleitni flokksmanna sé vopn í höndum Demókrata sem muni geta notað hana til að fylkja saman liði í þingkosningum næsta árs. Þingmaðurinn Alan Powell sagði nýverið að það skipti í raun ekki máli hvort svindl hefði átt sér stað í kosningunum í nóvember. Það skipti bara máli að margir haldi að svo hafi verið. Einn viðmælandi miðilsins, Repúblikani í Georgíu sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði þetta heimskulegt. Repúblikanar væru að gefa Demókrötum hafnaboltakylfu sem þeir gætu svo barið Repúblikana með. Sú þróun er þegar byrjuð í Georgíu þar sem Repúblikanar vilja meðal annars gera fólki erfiðara að koma höndum yfir utankjörfundaratkvæðaseðil og sömuleiðis koma í veg fyrir að samtök geti gert fólki auðveldara að bíða í röðum við kjörstaði, til dæmis með því að dreifa vatnsflöskum og teppum. Seth Bringman, talsmaður samtaka sem stjórnmálakonan Stacey Abrams stofnaði, lýsti því fljótt yfir að Repúblikanar viti vel að þeldökkir Bandaríkjamenn séu líklegastir til að nýta sér utankjörfundaratkvæði og að þeldökkir kjósendur hafi nýverið tryggt Demókrataflokknum tvö öldungadeildarsæti Georgíu. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa skoðað aðgerðir Repúblikana í Flórída sérstaklega. Þær þykja nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að Repúblikanar hafa lengi talað vel um kosningakerfi Flórída og það gerði Trump sjálfur í aðdraganda kosninganna í fyrra. Af þeim rúmlega fimmtíu dómsmálum sem Trump-liðar og bandamenn Trumps höfðuðu, og töpuðu, vegna kosninganna var ekki eitt höfðað í Flórída. Enda vann Trump þar. Repúblikanar hafa lengi verið með yfirhöndina varðandi póstatkvæði í Flórída og í aðdraganda kosninganna lýsti Trump því yfir að kosningakerfið þar væri öruggt, þvert á yfirlýsingar hans varðandi önnur ríki Bandaríkjanna. Það gerðist þó í fyrsta sinn í Flórída að fleiri greiddu Demókrötum atkvæði sitt í gegnum póst en Repúblikönum. Ron DeSantis, ríkisstjóri, leiðir nú viðleitni Repúblikana í Flórída til að draga úr kjörsókn þar. Þó hann hafi sjálfur lýst því yfir í nóvember að kjörstjórnir Flórída hefðu staðið sig stórkostlega vel. Hann lagði í gær fram tillögur sem snúa meðal annars að því að gera fólki erfiðara að notast við póstatkvæði og annarskonar utankjörfundaratkvæði. Sagði hann markmiðið að koma í veg fyrir kosningasvindl. DeSantis verður sjálfur á kjörseðlum næsta árs og reglubreyting hans myndi í rauninni afnema þann árangur sem Demókratar náðu í ríkinu í nóvember. Sérstaklega með því að þvinga kjósendur til að sækja um utankjörfundaratkvæðaseðla á hverju ári í stað á hverjum tveimur árum, eins og reglurnar eru núna. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja að breytingartillögur DeSantis muni koma sérstaklega niður á fátækari og minna menntuðum kjósendum sem hafi ekki mikla reynslu af atkvæðagreiðslu. Ásakanir Trump-liða varðandi kosningarnar hafa að miklu leyti snúið að því að mikill meirihluti utankjörfundaratkvæða voru til Bidens en ekki Trumps. Það hefur þó legið fyrir lengi að kjósendur Demókrataflokksins væru mun líklegri til að nýta sér slíka atkvæði en kjósendur Trumps. Þá að miklu leyti vegna þess að Trump sagði stuðningsmönnum sínum ítrekað að greiða ekki atkvæði í gegnum póst. Þá höfðu Repúblikanar víða meinað kjörstjórnum að telja utankjörfundaratkvæði fyrir kosningadag svo talning atkvæða tafðist víða með fleiri slíkum atkvæðum en venjulega. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Við viðleitni þeirra til að draga úr kosningaþátttöku geta Repúblikanar ekki vísað í gögn eða vísbendingar um kosningasvindl heldur tortryggni gagnvart kosningakerfi Bandaríkjanna. Það er tortryggni sem Repúblikanar hafa sjálfir byggt upp á undanförnum mánuðum og árum með Donald Trump, fyrrverandi forseta, í fararbroddi. Í samantekt Washington Post segir að þingmenn í 33 ríkjum hafi samið rúmlega 160 frumvörp sem ætlað sé að draga úr kosningaþátttöku. Ásakanir Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, hafa leitt til þess að stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins stendur í þeirri trú að svo sé. Það er þó Trump-liðar hafi ekki getað fært sannanir fyrir því og embættismenn og sérfræðingar segja það rangt. William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf út í lok síðasta árs að engar vísbendingar lægju fyrir um að stórfellt kosningasvindl hefði átt sér stað. Í kjölfar þess versnaði samband hans og Trumps verulega og Barr endaði á því að hætta skömmu fyrir embættistöku Bidens. Trump sagði sambærilega hluti um forsetakosningarnar 2016, sem hann vann. Þá sagði hann umfangsmikið kosningasvindl hafa kostað sigi meirihluta atkvæða á landsvísu en Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði en hann. Þessa tortryggni sem Repúblikanar hafa búið til, ætla þeir nú að nota Viðleitni þessi á sér stað í mörgum þeim ríkjum þar sem Repúblikanar ráða ríkjum. Þeirra á meðal eru Arizona, Flórída, Georgía, Texas, Pennsylvanía, Michigan og Wisconsin. Forsvarsmenn þessara breytinga segja þær nauðsynlegar því svo margir kjósendur standi í þeirri trú að Joe Biden hafi unnið kosningarnar í fyrra með svindli. Washington Post hefur þó eftir Repúblikönum í Georgíu að þessi viðleitni flokksmanna sé vopn í höndum Demókrata sem muni geta notað hana til að fylkja saman liði í þingkosningum næsta árs. Þingmaðurinn Alan Powell sagði nýverið að það skipti í raun ekki máli hvort svindl hefði átt sér stað í kosningunum í nóvember. Það skipti bara máli að margir haldi að svo hafi verið. Einn viðmælandi miðilsins, Repúblikani í Georgíu sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði þetta heimskulegt. Repúblikanar væru að gefa Demókrötum hafnaboltakylfu sem þeir gætu svo barið Repúblikana með. Sú þróun er þegar byrjuð í Georgíu þar sem Repúblikanar vilja meðal annars gera fólki erfiðara að koma höndum yfir utankjörfundaratkvæðaseðil og sömuleiðis koma í veg fyrir að samtök geti gert fólki auðveldara að bíða í röðum við kjörstaði, til dæmis með því að dreifa vatnsflöskum og teppum. Seth Bringman, talsmaður samtaka sem stjórnmálakonan Stacey Abrams stofnaði, lýsti því fljótt yfir að Repúblikanar viti vel að þeldökkir Bandaríkjamenn séu líklegastir til að nýta sér utankjörfundaratkvæði og að þeldökkir kjósendur hafi nýverið tryggt Demókrataflokknum tvö öldungadeildarsæti Georgíu. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa skoðað aðgerðir Repúblikana í Flórída sérstaklega. Þær þykja nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að Repúblikanar hafa lengi talað vel um kosningakerfi Flórída og það gerði Trump sjálfur í aðdraganda kosninganna í fyrra. Af þeim rúmlega fimmtíu dómsmálum sem Trump-liðar og bandamenn Trumps höfðuðu, og töpuðu, vegna kosninganna var ekki eitt höfðað í Flórída. Enda vann Trump þar. Repúblikanar hafa lengi verið með yfirhöndina varðandi póstatkvæði í Flórída og í aðdraganda kosninganna lýsti Trump því yfir að kosningakerfið þar væri öruggt, þvert á yfirlýsingar hans varðandi önnur ríki Bandaríkjanna. Það gerðist þó í fyrsta sinn í Flórída að fleiri greiddu Demókrötum atkvæði sitt í gegnum póst en Repúblikönum. Ron DeSantis, ríkisstjóri, leiðir nú viðleitni Repúblikana í Flórída til að draga úr kjörsókn þar. Þó hann hafi sjálfur lýst því yfir í nóvember að kjörstjórnir Flórída hefðu staðið sig stórkostlega vel. Hann lagði í gær fram tillögur sem snúa meðal annars að því að gera fólki erfiðara að notast við póstatkvæði og annarskonar utankjörfundaratkvæði. Sagði hann markmiðið að koma í veg fyrir kosningasvindl. DeSantis verður sjálfur á kjörseðlum næsta árs og reglubreyting hans myndi í rauninni afnema þann árangur sem Demókratar náðu í ríkinu í nóvember. Sérstaklega með því að þvinga kjósendur til að sækja um utankjörfundaratkvæðaseðla á hverju ári í stað á hverjum tveimur árum, eins og reglurnar eru núna. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja að breytingartillögur DeSantis muni koma sérstaklega niður á fátækari og minna menntuðum kjósendum sem hafi ekki mikla reynslu af atkvæðagreiðslu. Ásakanir Trump-liða varðandi kosningarnar hafa að miklu leyti snúið að því að mikill meirihluti utankjörfundaratkvæða voru til Bidens en ekki Trumps. Það hefur þó legið fyrir lengi að kjósendur Demókrataflokksins væru mun líklegri til að nýta sér slíka atkvæði en kjósendur Trumps. Þá að miklu leyti vegna þess að Trump sagði stuðningsmönnum sínum ítrekað að greiða ekki atkvæði í gegnum póst. Þá höfðu Repúblikanar víða meinað kjörstjórnum að telja utankjörfundaratkvæði fyrir kosningadag svo talning atkvæða tafðist víða með fleiri slíkum atkvæðum en venjulega.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent