Afreksvæðingin geti leitt til kvíða og sálrænna vandamála Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 18:13 Viðar Halldórsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir eru á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Kristinn Ingvarsson/HR Fræðimenn í íþrótta- og félagsfræðum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um heimildarmyndina Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Umræðan hefur verið fyrirferðarmikil undanfarna daga en myndin var frumsýnd fyrir rúmlega viku síðan og hafa fræðimenn lýst yfir efasemdum um ágæti hennar. Í myndinni er farið yfir óheðfbundnar þjálfunaraðferðir Brynjars sem leggur í störfum sínum mikla áherslu á að þær reyni mótlæti á eigin skinni og verði harðari af sér fyrir vikið. Hann kveðst ekki aðeins vilja gera stúlkurnar betri í körfubolta heldur einnig valdefla þær. Mikil umræða fór af stað í kjölfar frumsýningu myndarinnar og vakti pistill Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Kjarnanum mikla athygli. Þar gagnrýndi hann aðferðirnar og sagði stemninguna minna á „trúarleiðtoga sem vefur bæði iðkendum og foreldrum um fingur sér“ og þarna væri um afreksvæðingu að ræða. Brynjar vísaði því alfarið á bug og sagði Viðar ekki hafa unnið heimavinnuna sína. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju,“ sagði Brynjar í viðtali um gagnrýnina, þar sem hann sagðist jafnframt mótfallinn því að afreksskipta hópnum. Íþróttastarf þurfi að vera á forsendum barnanna Yfirlýsing fræðimannanna fer yfir fyrrnefnda afreksvæðingu og mögulegar afleiðingar hennar. Slíkt hafi verið mikið rannsakað á vettvangi vísindanna og þó mikilvægt sé að kenna seiglu og dugnað í gegnum íþróttir séu sterkar vísbendingar um að hún sé óæskileg og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Til dæmis: - ótímabæra sérhæfingu barna í ákveðinni íþróttagrein, sem hindri eða útiloki þátttöku í öðrum greinum - aukna hættu á álagsmeiðslum vegna ófullnægjandi líkamslegs undirbúnings barna og ungmenna - háa tíðni ótímabærs brottfalls úr íþróttum - hámarksárangri náð á unglingsaldri - mikinn fjárhagslegan kostnað fyrir fjölskyldur - neikvæða sjálfmynd iðkenda sem ekki verða afreksmenn - háa tíðni kulnunar, kvíða og annarra sálrænna vandamála - glötuð tækifæri á að stunda íþróttir á forsendum barna Þau segja mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt barna og að hvatinn til íþróttastarfs sé á þeirra eigin forsendum í samræmi við vaxta- og þroskastig. Áhersla á keppni og hámarksárangur ætti að vera innleidd á unglingsárum þegar bæði líkamlegar og andlegar undirstöður hafi verið byggðar. „Með of miklum og áköfum æfingum á barnsaldri má kalla fram skjóta frammistöðubætingu sem leiðir til árangurs til skamms tíma, en þar sem heilsa er í húfi,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt benda þau á að forsvarsmenn, foreldrar og þjálfarar beri aðgæsluskyldu svo börn séu ekki „viljandi eða af gáleysi sett í aðstæður sem geta valdið andlegum eða líkamlegum skaða“ og hvetja þau alla hlutaðeigandi til þess að kynna sér niðurstöður rannsókna á íþróttastarfi barna. Yfirlýsing frá fræðafólki sem hefur lagt stund á rannsóknir á íþróttum. Til upplýsinga fyrir þjálfara, foreldra og aðra áhugasama. pic.twitter.com/7fqgQbhqFP— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) February 19, 2021 Segir Brynjar vilja koma sjálfum sér á framfæri Körfuknattleikskonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem hefur tjáð sig í kjölfar sýningu myndarinnar og segist hún sjálf flokka Brynjar sem „karlrembu í sínum bókum“ sem vilji koma sjálfum sér á framfæri í nafni jafnréttis. Hann hafi farið rangt að þessari baráttu að hennar mati. „Hefði ekki betra að vera með KKÍ og félögin með sér í liði frá byrjun til að fá niðurstöðuna sem hann vildi? [Brynjar Karl] veit alveg hvernig KKÍ þingið virkar. Hann er að spila með okkur öll, á kostnað stelpnanna og „jafnréttis“,“ skrifar Lovísa á Twitter. Þið hélduð þó ekki að ég gæti setið á mér.. Mitt take fyrir áhugasama, þar sem ég hef smá reynslu af því að vera stelpa í körfubolta. Annað en Brynjar Karl, Óli Stef og hinir karlarnir með allar lausnirnar fyrir stelpur í íþróttum. #korfubolti #haekkumrana pic.twitter.com/FSKiY7TdQr— Lovísa (@LovisaFals) February 19, 2021 Sjálf væri hún meira en til í að sitja í nefnd sem sneri að jafnrétti eða eflingu yngri flokka og nefnir hún nokkra hluti sem hún segir ofar á forgangslista en að stelpur fái að spila á móti strákum. „Stelpur fái jafn metnaðarfulla þjálfun og strákarnir innan sama félags. Finna lausnir við brottfalli stúlkna á unglingsaldri. Lið þeirra megi ekki vera lagt niður vegna sparnaðar. Þæri fái borgað fyrir vinnu sína í meistaraflokki líkt og strákar í karlaliðinu. Það sé öruggur staður fyrir stelpur að æfa, keppa, fara í æfingaferðir og fagna sigrum/titlum án þess að þjálfarar, stjórnarmenn, dómarar eða starfsmenn í kringum liðið áreiti þær.“ „Hann lætur þessar stelpur sínar halda að kynsystur sínar séu ekki verðugir andstæðingar. Hann upp á sitt einsdæmi rífur aðrar stelpur niður á meðan þær spila við liðið hans. Ekki er það með leyfi foreldra andstæðinganna,“ skrifar Lovísa. Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. 18. febrúar 2021 17:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Í myndinni er farið yfir óheðfbundnar þjálfunaraðferðir Brynjars sem leggur í störfum sínum mikla áherslu á að þær reyni mótlæti á eigin skinni og verði harðari af sér fyrir vikið. Hann kveðst ekki aðeins vilja gera stúlkurnar betri í körfubolta heldur einnig valdefla þær. Mikil umræða fór af stað í kjölfar frumsýningu myndarinnar og vakti pistill Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Kjarnanum mikla athygli. Þar gagnrýndi hann aðferðirnar og sagði stemninguna minna á „trúarleiðtoga sem vefur bæði iðkendum og foreldrum um fingur sér“ og þarna væri um afreksvæðingu að ræða. Brynjar vísaði því alfarið á bug og sagði Viðar ekki hafa unnið heimavinnuna sína. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju,“ sagði Brynjar í viðtali um gagnrýnina, þar sem hann sagðist jafnframt mótfallinn því að afreksskipta hópnum. Íþróttastarf þurfi að vera á forsendum barnanna Yfirlýsing fræðimannanna fer yfir fyrrnefnda afreksvæðingu og mögulegar afleiðingar hennar. Slíkt hafi verið mikið rannsakað á vettvangi vísindanna og þó mikilvægt sé að kenna seiglu og dugnað í gegnum íþróttir séu sterkar vísbendingar um að hún sé óæskileg og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Til dæmis: - ótímabæra sérhæfingu barna í ákveðinni íþróttagrein, sem hindri eða útiloki þátttöku í öðrum greinum - aukna hættu á álagsmeiðslum vegna ófullnægjandi líkamslegs undirbúnings barna og ungmenna - háa tíðni ótímabærs brottfalls úr íþróttum - hámarksárangri náð á unglingsaldri - mikinn fjárhagslegan kostnað fyrir fjölskyldur - neikvæða sjálfmynd iðkenda sem ekki verða afreksmenn - háa tíðni kulnunar, kvíða og annarra sálrænna vandamála - glötuð tækifæri á að stunda íþróttir á forsendum barna Þau segja mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt barna og að hvatinn til íþróttastarfs sé á þeirra eigin forsendum í samræmi við vaxta- og þroskastig. Áhersla á keppni og hámarksárangur ætti að vera innleidd á unglingsárum þegar bæði líkamlegar og andlegar undirstöður hafi verið byggðar. „Með of miklum og áköfum æfingum á barnsaldri má kalla fram skjóta frammistöðubætingu sem leiðir til árangurs til skamms tíma, en þar sem heilsa er í húfi,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt benda þau á að forsvarsmenn, foreldrar og þjálfarar beri aðgæsluskyldu svo börn séu ekki „viljandi eða af gáleysi sett í aðstæður sem geta valdið andlegum eða líkamlegum skaða“ og hvetja þau alla hlutaðeigandi til þess að kynna sér niðurstöður rannsókna á íþróttastarfi barna. Yfirlýsing frá fræðafólki sem hefur lagt stund á rannsóknir á íþróttum. Til upplýsinga fyrir þjálfara, foreldra og aðra áhugasama. pic.twitter.com/7fqgQbhqFP— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) February 19, 2021 Segir Brynjar vilja koma sjálfum sér á framfæri Körfuknattleikskonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem hefur tjáð sig í kjölfar sýningu myndarinnar og segist hún sjálf flokka Brynjar sem „karlrembu í sínum bókum“ sem vilji koma sjálfum sér á framfæri í nafni jafnréttis. Hann hafi farið rangt að þessari baráttu að hennar mati. „Hefði ekki betra að vera með KKÍ og félögin með sér í liði frá byrjun til að fá niðurstöðuna sem hann vildi? [Brynjar Karl] veit alveg hvernig KKÍ þingið virkar. Hann er að spila með okkur öll, á kostnað stelpnanna og „jafnréttis“,“ skrifar Lovísa á Twitter. Þið hélduð þó ekki að ég gæti setið á mér.. Mitt take fyrir áhugasama, þar sem ég hef smá reynslu af því að vera stelpa í körfubolta. Annað en Brynjar Karl, Óli Stef og hinir karlarnir með allar lausnirnar fyrir stelpur í íþróttum. #korfubolti #haekkumrana pic.twitter.com/FSKiY7TdQr— Lovísa (@LovisaFals) February 19, 2021 Sjálf væri hún meira en til í að sitja í nefnd sem sneri að jafnrétti eða eflingu yngri flokka og nefnir hún nokkra hluti sem hún segir ofar á forgangslista en að stelpur fái að spila á móti strákum. „Stelpur fái jafn metnaðarfulla þjálfun og strákarnir innan sama félags. Finna lausnir við brottfalli stúlkna á unglingsaldri. Lið þeirra megi ekki vera lagt niður vegna sparnaðar. Þæri fái borgað fyrir vinnu sína í meistaraflokki líkt og strákar í karlaliðinu. Það sé öruggur staður fyrir stelpur að æfa, keppa, fara í æfingaferðir og fagna sigrum/titlum án þess að þjálfarar, stjórnarmenn, dómarar eða starfsmenn í kringum liðið áreiti þær.“ „Hann lætur þessar stelpur sínar halda að kynsystur sínar séu ekki verðugir andstæðingar. Hann upp á sitt einsdæmi rífur aðrar stelpur niður á meðan þær spila við liðið hans. Ekki er það með leyfi foreldra andstæðinganna,“ skrifar Lovísa.
Til dæmis: - ótímabæra sérhæfingu barna í ákveðinni íþróttagrein, sem hindri eða útiloki þátttöku í öðrum greinum - aukna hættu á álagsmeiðslum vegna ófullnægjandi líkamslegs undirbúnings barna og ungmenna - háa tíðni ótímabærs brottfalls úr íþróttum - hámarksárangri náð á unglingsaldri - mikinn fjárhagslegan kostnað fyrir fjölskyldur - neikvæða sjálfmynd iðkenda sem ekki verða afreksmenn - háa tíðni kulnunar, kvíða og annarra sálrænna vandamála - glötuð tækifæri á að stunda íþróttir á forsendum barna
Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. 18. febrúar 2021 17:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01
Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. 18. febrúar 2021 17:25