Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 14:59 Ísraelar hafa fjölmennt í verslunum í dag. EPA/ABIR SULTAN Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Starfsemi tiltekinna fyrirtækja eins og líkamsræktarstöðva, hótela og kvikmyndahúsa er þó eingöngu aðgengilega fólki sem hefur fengið „græna passann“ svokallaða. Það er að segja fólk sem hefur verið bólusett og fengið vottorð. Nákvæmlega ár er frá því að Covid-19 smit greindist innan landamæra Ísraels, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að opna hagkerfi Ísraels enn meira í næsta mánuði. Þá verða haldnar kosningar í Ísrael en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tísti um áfangann í gær og sagði hann Ísrael vera fyrsta ríkið til að grípa til þessara aðgerða og væri það vegna samkomulagsins sem ríkisstjórn hans hefði gert við lyfjafyrirtækið Pfizer. Fólki er enn gert að vera með grímum og stunda félagsforðun. Þá er má ekki dansa á skemmtistöðum og bænahús mega einungis taka á móti helmingi hámarksfjölda. Enn eru hlutar skóla ríkisins lokaðir en einungis yngstu nemendum hefur verið hleypt þar inn aftur. AFP fréttaveitan segir að önnur ríki heimsins fylgist náið með því hvernig „græni passinn“ virkar í Ísrael. Litið sé til þess hvernig það virki varðandi enduropnun hagkerfis ríkisins. Times of Israel segir að vefsíðan þar sem fólk sæki um græna passann hafi ítrekað hrunið í dag. Í grein Times of Israel segir að Ísraelar hafi fjölmennt í nýopnuðum fyrirtækjum en sóttvarnarreglum hafi áfram verið fylgt vel eftir. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega. Eins og áður segir hafa þrjár milljónir fengið seinni skammt bóluefnis Pfizer. Rúmlega fjórar milljónir hafa fengið fyrri skammtinn. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Starfsemi tiltekinna fyrirtækja eins og líkamsræktarstöðva, hótela og kvikmyndahúsa er þó eingöngu aðgengilega fólki sem hefur fengið „græna passann“ svokallaða. Það er að segja fólk sem hefur verið bólusett og fengið vottorð. Nákvæmlega ár er frá því að Covid-19 smit greindist innan landamæra Ísraels, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að opna hagkerfi Ísraels enn meira í næsta mánuði. Þá verða haldnar kosningar í Ísrael en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tísti um áfangann í gær og sagði hann Ísrael vera fyrsta ríkið til að grípa til þessara aðgerða og væri það vegna samkomulagsins sem ríkisstjórn hans hefði gert við lyfjafyrirtækið Pfizer. Fólki er enn gert að vera með grímum og stunda félagsforðun. Þá er má ekki dansa á skemmtistöðum og bænahús mega einungis taka á móti helmingi hámarksfjölda. Enn eru hlutar skóla ríkisins lokaðir en einungis yngstu nemendum hefur verið hleypt þar inn aftur. AFP fréttaveitan segir að önnur ríki heimsins fylgist náið með því hvernig „græni passinn“ virkar í Ísrael. Litið sé til þess hvernig það virki varðandi enduropnun hagkerfis ríkisins. Times of Israel segir að vefsíðan þar sem fólk sæki um græna passann hafi ítrekað hrunið í dag. Í grein Times of Israel segir að Ísraelar hafi fjölmennt í nýopnuðum fyrirtækjum en sóttvarnarreglum hafi áfram verið fylgt vel eftir. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega. Eins og áður segir hafa þrjár milljónir fengið seinni skammt bóluefnis Pfizer. Rúmlega fjórar milljónir hafa fengið fyrri skammtinn.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira