Vertu úti - viðskiptavinur! Jón Jósafat Björnsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar