Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2021 15:06 Landgönguliðar vakta ströndina við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Yonhap Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. Maðurinn, sem er sjómaður á þrítugsaldri, var handtekinn sex klukkustundum síðar, þann 16. febrúar, löngu eftir að hann komst yfir landamærin og sagðist hann vilja hæli í Suður-Kóreu. Hann sagðist hafa forðast hermenn af ótta við að verða skotinn eða sendur aftur til Norður-Kóreu. Maðurinn synti með austurströnd ríkjanna og komst hann yfir gaddavíra á ströndinni með því að skríða í gegnum frárennsli. Hann synti svo rúma þrjá kílómetra til viðbótar og fór þar í land, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar, þar sem farið er yfir ferðalag mannsins. Þá gekk hann rúma fimm kílómetra eftir vegi þar sem hermenn sáu hann á öryggismyndavélum. Þrátt fyrir það var hann ekki gómaður fyrr en þremur klukkustundum síðar. Um þúsund manns flýja Norður-Kóreu á ári hverju en flestir fara til Kína. Það þykir mun auðveldara enda eru landamæri Norður- og Suður-Kóreu einhver víggirtustu landamæri heims. Á meðan ferðalag mannsins stóð yfir misstu hermenn ítrekað af honum á öryggismyndavélum og urðu ekki varir við tvær viðvörunarbjöllur. Einn hermaður sem átti að vakta kerfið var að gera breytingar á tölvukerfi og taldi hann viðvörunarbjöllurnar hafa hringt vegna þess. Annar var í símanum. Þá leiddi rannsókn sem hafin var eftir að annar flóttamaður komst í gegnum frárennsli í ljós að herinn vissi ekki af frárennslinu sem maðurinn skreið í gegnum. Í rauninni komust forsvarsmenn hersins að því að alls þrjú slík rör væru á landamærunum, sem væru ekki skráð hjá hernum. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að farið verði yfir það hvernig þetta gat gerst og vöktunarkerfi ríkisins á landamærunum verði bætt, samkvæmt frétt BBC. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Maðurinn, sem er sjómaður á þrítugsaldri, var handtekinn sex klukkustundum síðar, þann 16. febrúar, löngu eftir að hann komst yfir landamærin og sagðist hann vilja hæli í Suður-Kóreu. Hann sagðist hafa forðast hermenn af ótta við að verða skotinn eða sendur aftur til Norður-Kóreu. Maðurinn synti með austurströnd ríkjanna og komst hann yfir gaddavíra á ströndinni með því að skríða í gegnum frárennsli. Hann synti svo rúma þrjá kílómetra til viðbótar og fór þar í land, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar, þar sem farið er yfir ferðalag mannsins. Þá gekk hann rúma fimm kílómetra eftir vegi þar sem hermenn sáu hann á öryggismyndavélum. Þrátt fyrir það var hann ekki gómaður fyrr en þremur klukkustundum síðar. Um þúsund manns flýja Norður-Kóreu á ári hverju en flestir fara til Kína. Það þykir mun auðveldara enda eru landamæri Norður- og Suður-Kóreu einhver víggirtustu landamæri heims. Á meðan ferðalag mannsins stóð yfir misstu hermenn ítrekað af honum á öryggismyndavélum og urðu ekki varir við tvær viðvörunarbjöllur. Einn hermaður sem átti að vakta kerfið var að gera breytingar á tölvukerfi og taldi hann viðvörunarbjöllurnar hafa hringt vegna þess. Annar var í símanum. Þá leiddi rannsókn sem hafin var eftir að annar flóttamaður komst í gegnum frárennsli í ljós að herinn vissi ekki af frárennslinu sem maðurinn skreið í gegnum. Í rauninni komust forsvarsmenn hersins að því að alls þrjú slík rör væru á landamærunum, sem væru ekki skráð hjá hernum. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að farið verði yfir það hvernig þetta gat gerst og vöktunarkerfi ríkisins á landamærunum verði bætt, samkvæmt frétt BBC.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira