Sakbitinn Boris hætti í blaðamennsku en var enginn kórdrengur sem pistlahöfundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:56 Þegar Johnson hætti að skrifa pistla fyrir Daily Telegraph var hann að fá 800 krónur fyrir orðið. epa/Andy Rain Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hætti í blaðamennsku af því að honum leið illa með að „misnota eða ráðast að fólki“ án þess að setja sig í þeirra spor. Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti grunnskóla í Lundúnum í dag. „Ég var eins og blaðamaður í langan tíma, og er það raunar ennþá; ég er enn að skrifa,“ sagði Johnson. Blaðamennska væri frábær atvinnugrein en vandinn væri sá að stundum stæði maður sjálfan sig að því að misnota eða ráðast að fólki. „Það er ekki þannig að þú viljir misnota það eða ráðast að þeim en þú ert að vera gagnrýninn... kannski finnur þú stundum til sektarkenndar vegna þess því þú hefur ekki sett þig í spor þess sem þú ert að gagnrýna.“ Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans sagði að hann hefði verið að vísa til þess hluta starfsins að veita stjórnvöldum aðhald; gagnrýnin gerði leiddi til betri stjórnarhátta. Guardian rifjar hins vegar upp nokkur skipti þar sem Johnson gerðist sekur um að ráðast gegn einstaklingum eða hóp án þess að setja sig í spor viðkomandi. Í pistli sem birtist í Daily Telegraph árið 2018 sagði forsætisráðherrann til dæmis konur í búrkum líkjast póstkössum eða bankaræningjum. Þá talaði hann meðal annars um „vatnsmelónubros“ í tengslum við Afríku og talaði um homma sem „hlýrabolaklædda bossastráka“ í pistli árið 1998. Johnson var, eins og frægt er orðið, sagt upp hjá Times fyrir að hafa skáldað tilvitnun. Þá er hann sagður hafa kunnað því illa að fá neikvæða umfjöllun. „Ég á handskrifaða orðsendingu frá mögulegum næsta forsætisráðherra þar sem hann hótar alvarlegum afleiðingum ef ég held áfram að gagnrýna hann,“ sagði ristjórinn Max Hastings árið 2019. Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
„Ég var eins og blaðamaður í langan tíma, og er það raunar ennþá; ég er enn að skrifa,“ sagði Johnson. Blaðamennska væri frábær atvinnugrein en vandinn væri sá að stundum stæði maður sjálfan sig að því að misnota eða ráðast að fólki. „Það er ekki þannig að þú viljir misnota það eða ráðast að þeim en þú ert að vera gagnrýninn... kannski finnur þú stundum til sektarkenndar vegna þess því þú hefur ekki sett þig í spor þess sem þú ert að gagnrýna.“ Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans sagði að hann hefði verið að vísa til þess hluta starfsins að veita stjórnvöldum aðhald; gagnrýnin gerði leiddi til betri stjórnarhátta. Guardian rifjar hins vegar upp nokkur skipti þar sem Johnson gerðist sekur um að ráðast gegn einstaklingum eða hóp án þess að setja sig í spor viðkomandi. Í pistli sem birtist í Daily Telegraph árið 2018 sagði forsætisráðherrann til dæmis konur í búrkum líkjast póstkössum eða bankaræningjum. Þá talaði hann meðal annars um „vatnsmelónubros“ í tengslum við Afríku og talaði um homma sem „hlýrabolaklædda bossastráka“ í pistli árið 1998. Johnson var, eins og frægt er orðið, sagt upp hjá Times fyrir að hafa skáldað tilvitnun. Þá er hann sagður hafa kunnað því illa að fá neikvæða umfjöllun. „Ég á handskrifaða orðsendingu frá mögulegum næsta forsætisráðherra þar sem hann hótar alvarlegum afleiðingum ef ég held áfram að gagnrýna hann,“ sagði ristjórinn Max Hastings árið 2019.
Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira