Húsnæðisbætur fyrir útvalda Ágústa Ágústsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:25 Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Byggðamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun