Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:07 Frá vettvangi slyssins í gær. Getty/Wally Skalij Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira