Erum við öll geðveik? Bergsveinn Ólafsson skrifar 24. febrúar 2021 10:00 Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. Geðsjúkdómar hafa farið frá því að vera 6 yfir í 600 síðastliðin 100 ár. Nú er talið að tæplega 25% einstaklingar séu með geðsjúkdóm hverju sinni. Sem þýðir að einn af hverjum fjórum eigi við geðræn vandamál að stríða. Í DSM greiningarkerfinu er sorg talið sem geðsjúkdómur (á Íslandi er hinsvegar notast við ICD-10). Ég velti fyrir mér hvar línan liggur milli þess að sorg sé venjulegur fylgifiskur tilverunnar og að maður sé kominn með geðsjúkdóm? Hvort það sé ekki hreinlega eðlilegt að upplifa sorg þegar við tökumst á við erfiðleika og áföll frekar en að maður sé orðinn veikur? Hvar liggur línan milli þess að við séum að eiga við krefjandi aðstæður í lífinu og að við séum orðin geðveik? Sú lína er óskýr – þar sem það er enginn hlutlæg mæling sem getur sagt til um hvort þú sért með geðsjúkdóm eða ekki heldur er það ávalt huglægt mat á endanum. Héðinn hefur áhyggjur af því þegar fólk verður greiningin sjálf. Það verður kvíðinn, þunglyndið, athyglisbresturinn og ofvirknin í staðinn fyrir að það sé að upplifa depurð, kvíða, mikla orku og erfiðleika með að einbeita sér að einhverju einu. Hættan er sú að fólk skilgreini sjálfsmyndina sína út frá greiningunum sínum sem gerir þeim erfiðara fyrir að axla ábyrð og að vinna úr erfiðleikunum sem þau standa fram í fyrir því auðveldara er að réttlæta sína hegðun og líðan vegna greiningarinnar. Héðinn upplifði sig í gegnum sína sögu sem útlagi - Varúlfur. Um leið og hann var kominn með ákveðna greiningu þá var hann litinn með öðrum augum. Að hann væri geðsjúklingur og svo væri allir aðrir - venjulega fólkið. En ég velti fyrir mér þeirri spurningu hvort það sé ekki venjulegt að upplifa kvíða, depurð og sorg? Er hægt að komast framhjá því að upplifa þessar tilfinningar í gegnum lífið – sem er í grunninn þjáning? Ég held ekki. Sem leiðir að spurningunni hvort við séum ekki bara öll geðveik að einhverju leiti? Flókin áskorun Það sem flækir málin töluvert er að heilbrigðiskerfið, sem mætti kalla sjúkdómakerfið, einblínir öllum sínum sálarkröftum á að laga þá sem eru veikir. Hluti vandans er að stór lyfjafyrirtæki græða engan pening á því þegar allir eru heilbrigðir. Þau nærist á því að við séum veik og þau vilja ekki að við séum frísk. Því fleiri sem greinast, því fleiri sem fá lyf, því meira græða þau. Ég skil ofboðslega vel að við hlúum að þeim sem eru veikir, enda er sú hjálp að öskra á okkur og náttúrulegast er að veita hjálparhönd. Það kemur samt niður á okkur sem samfélagi í heild sinni ef við tökum kostnað og velfarnað okkar samfélagsins inn í myndina. Með þessari grein er markmiðið alls ekki að útskúfa lyf eða greiningarkerfi – enda getur þaðbæði haft góða raun fyrir einstaklinga í mörgumaðstæðum og tilvikum. Ég veit líka að fólk sem vinnur í geðheilbrigðiskerfinu fara ekki hrátt eftir greiningarkerfinu heldur nota þau það sér til stuðnings. Þar að auki eru greiningarkerfi nauðsynleg til þess að skilja og skilgreina vanda og þannig leiðbeina um hvaða meðferðaúrræði á að bjóða upp á. Ég velti því samt fyrir mér, þar sem geðheilsa virðist ekki vera búin fara batnandi undanfarna áratugi og að nálgunin sem við höfum lagt áherslu á hingað til virðist því ekki hafa gert stöðuna betri, hvort við séum að nota réttu leiðirnar til að efla geðheilbrigði í okkar samfélagi? Auðvitað þurfum við að hlúa af þeim sem eru veikir en ég velti fyrir mér hvort það sé kominn tími til að við fórnum skammvinnum verðlaunum fyrir það sem við getum dregið mikla ávinninga síðar meir af með því að leggja frekari áherslu á heilbrigði almennt í staðinn fyrir að hafa svona þunga áherslu á laga sjúkdóma. Geðheilbrigði og jákvæð sálfræði Svona er skilgreining The World Health Organization (WHO) á geðheilbrigði: „Geðheilbrigði er skilgreint sem ástand vellíðunar þar sem hver einstaklingur áttar sig á hvað honum er mögulegt, getur átt við venjulega stressið sem fylgir lífinu, unnið á skilvirkan máta og haft getuna í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins“. Þessi skilgreining á vel við jákvæða sálfræði – sem eru vísindi sem rannsaka það góða í mannfólkinu. Jákvæð sálfræði lítur út á fólk frá styrkleikum líkt og hugrekki, þrautseigju, góðvild og samkennd og notar sannreyndar nálganir til að rækta þessa og sambærilega styrkleika. Það má segja að jákvæð sálfræði sé hin hliðin á peningnum á sálfræði. Hún einblínir á að forvinna andlega erfiðleika í staðinn fyrir að laga þá – þó svo aðferðir í jákvæðari sálfræði séu líka notaðar við að vinna úr geðrænum áskorunum. Geðheilbrigði snýst nefnilega um meira en að vera einungis laus við að líða illa, þó að auðvitað sé mikilvægt að vinna með geðræn vandamál. Hin hlið peningsins er að vaxa með hverjum deginum, að átta sig á möguleikum sínum og uppfylla þá, bæta félagslegu tengslin sín, hafa verðug lífsmarkmið, yfirstíga ótta, takast á við erfiðleika, sýna þrautseigju, öðlast frekari tilgang í lífinu, hafa stjórn á tilfinningum sínum og að taka betri ákvarðarnir, svo eitthvað sé nefnt. Það sem einkennir fólk sem er hamingjusamt í lífinu er meðal annars að það er í góðum tengslum við vini og fjölskyldu, er oft fyrst til að rétta öðrum hjálparhönd, því líður vel með að tjá reglulega þakklæti sitt fyrir allt sem það hefur, það nýtur lífsins lystisemda og reynir að lifa í núverandi augnabliki, gera hreyfingu að daglegri venju, er bjartsýnt á framtíðina og helgar sig verðugum tilgangi og lífsmarkmiðum. Síðast en ekki síst verður hamingjusamt fólk stressað, það lendir í krísum, jafnvel mikilli ógæfu – alveg eins og ég og þú. Leynivopnið þeirra er að sýna styrk í að fást við erfiðleikana sem það mætir á lífsleiðinni. Framtíðin Ég velti fyrir mér, líkt og Héðinn, hvort við getum farið að líta á hvort annað út frá styrkleikunum okkar, hæfni og getu í staðinn fyrir veikleikum, takmörkunum og veikindum? Getum við sýnt hvoru öðru meiri góðsemi í staðinn fyrir dómhörku? Getum við lagt meira í að forvinna andleg vandamál í staðinn fyrir að vera með þessa þungu áherslu á að laga þau? Getum við notað aðferðir sem hafa sýnt fram á að hjálpa fólki að ná bata og að blómstra í lífinu í staðinn fyrir að setja plástur á vandamálin? Værum við ekki að slá tvær flugur í einu höggi þar? Myndum við ekki færast nær því samfélagi þar sem færri væruveikir og fleiri gætublómstrað oglagt sitt af mörkum til samfélagsins? Ég trúi að við getum þetta allt saman. Hvernig við förum að því er stórspurning með engin einföld svören ætli fyrstu skrefin séu ekki að setja meiri áherslu á að forvinna geðræn vandamál, leggja meiri þunga á gagnreyndar aðferðir í meðferðum í auknu mæli og að við sem einstaklingar öxlum meiri ábyrgð á okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. Geðsjúkdómar hafa farið frá því að vera 6 yfir í 600 síðastliðin 100 ár. Nú er talið að tæplega 25% einstaklingar séu með geðsjúkdóm hverju sinni. Sem þýðir að einn af hverjum fjórum eigi við geðræn vandamál að stríða. Í DSM greiningarkerfinu er sorg talið sem geðsjúkdómur (á Íslandi er hinsvegar notast við ICD-10). Ég velti fyrir mér hvar línan liggur milli þess að sorg sé venjulegur fylgifiskur tilverunnar og að maður sé kominn með geðsjúkdóm? Hvort það sé ekki hreinlega eðlilegt að upplifa sorg þegar við tökumst á við erfiðleika og áföll frekar en að maður sé orðinn veikur? Hvar liggur línan milli þess að við séum að eiga við krefjandi aðstæður í lífinu og að við séum orðin geðveik? Sú lína er óskýr – þar sem það er enginn hlutlæg mæling sem getur sagt til um hvort þú sért með geðsjúkdóm eða ekki heldur er það ávalt huglægt mat á endanum. Héðinn hefur áhyggjur af því þegar fólk verður greiningin sjálf. Það verður kvíðinn, þunglyndið, athyglisbresturinn og ofvirknin í staðinn fyrir að það sé að upplifa depurð, kvíða, mikla orku og erfiðleika með að einbeita sér að einhverju einu. Hættan er sú að fólk skilgreini sjálfsmyndina sína út frá greiningunum sínum sem gerir þeim erfiðara fyrir að axla ábyrð og að vinna úr erfiðleikunum sem þau standa fram í fyrir því auðveldara er að réttlæta sína hegðun og líðan vegna greiningarinnar. Héðinn upplifði sig í gegnum sína sögu sem útlagi - Varúlfur. Um leið og hann var kominn með ákveðna greiningu þá var hann litinn með öðrum augum. Að hann væri geðsjúklingur og svo væri allir aðrir - venjulega fólkið. En ég velti fyrir mér þeirri spurningu hvort það sé ekki venjulegt að upplifa kvíða, depurð og sorg? Er hægt að komast framhjá því að upplifa þessar tilfinningar í gegnum lífið – sem er í grunninn þjáning? Ég held ekki. Sem leiðir að spurningunni hvort við séum ekki bara öll geðveik að einhverju leiti? Flókin áskorun Það sem flækir málin töluvert er að heilbrigðiskerfið, sem mætti kalla sjúkdómakerfið, einblínir öllum sínum sálarkröftum á að laga þá sem eru veikir. Hluti vandans er að stór lyfjafyrirtæki græða engan pening á því þegar allir eru heilbrigðir. Þau nærist á því að við séum veik og þau vilja ekki að við séum frísk. Því fleiri sem greinast, því fleiri sem fá lyf, því meira græða þau. Ég skil ofboðslega vel að við hlúum að þeim sem eru veikir, enda er sú hjálp að öskra á okkur og náttúrulegast er að veita hjálparhönd. Það kemur samt niður á okkur sem samfélagi í heild sinni ef við tökum kostnað og velfarnað okkar samfélagsins inn í myndina. Með þessari grein er markmiðið alls ekki að útskúfa lyf eða greiningarkerfi – enda getur þaðbæði haft góða raun fyrir einstaklinga í mörgumaðstæðum og tilvikum. Ég veit líka að fólk sem vinnur í geðheilbrigðiskerfinu fara ekki hrátt eftir greiningarkerfinu heldur nota þau það sér til stuðnings. Þar að auki eru greiningarkerfi nauðsynleg til þess að skilja og skilgreina vanda og þannig leiðbeina um hvaða meðferðaúrræði á að bjóða upp á. Ég velti því samt fyrir mér, þar sem geðheilsa virðist ekki vera búin fara batnandi undanfarna áratugi og að nálgunin sem við höfum lagt áherslu á hingað til virðist því ekki hafa gert stöðuna betri, hvort við séum að nota réttu leiðirnar til að efla geðheilbrigði í okkar samfélagi? Auðvitað þurfum við að hlúa af þeim sem eru veikir en ég velti fyrir mér hvort það sé kominn tími til að við fórnum skammvinnum verðlaunum fyrir það sem við getum dregið mikla ávinninga síðar meir af með því að leggja frekari áherslu á heilbrigði almennt í staðinn fyrir að hafa svona þunga áherslu á laga sjúkdóma. Geðheilbrigði og jákvæð sálfræði Svona er skilgreining The World Health Organization (WHO) á geðheilbrigði: „Geðheilbrigði er skilgreint sem ástand vellíðunar þar sem hver einstaklingur áttar sig á hvað honum er mögulegt, getur átt við venjulega stressið sem fylgir lífinu, unnið á skilvirkan máta og haft getuna í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins“. Þessi skilgreining á vel við jákvæða sálfræði – sem eru vísindi sem rannsaka það góða í mannfólkinu. Jákvæð sálfræði lítur út á fólk frá styrkleikum líkt og hugrekki, þrautseigju, góðvild og samkennd og notar sannreyndar nálganir til að rækta þessa og sambærilega styrkleika. Það má segja að jákvæð sálfræði sé hin hliðin á peningnum á sálfræði. Hún einblínir á að forvinna andlega erfiðleika í staðinn fyrir að laga þá – þó svo aðferðir í jákvæðari sálfræði séu líka notaðar við að vinna úr geðrænum áskorunum. Geðheilbrigði snýst nefnilega um meira en að vera einungis laus við að líða illa, þó að auðvitað sé mikilvægt að vinna með geðræn vandamál. Hin hlið peningsins er að vaxa með hverjum deginum, að átta sig á möguleikum sínum og uppfylla þá, bæta félagslegu tengslin sín, hafa verðug lífsmarkmið, yfirstíga ótta, takast á við erfiðleika, sýna þrautseigju, öðlast frekari tilgang í lífinu, hafa stjórn á tilfinningum sínum og að taka betri ákvarðarnir, svo eitthvað sé nefnt. Það sem einkennir fólk sem er hamingjusamt í lífinu er meðal annars að það er í góðum tengslum við vini og fjölskyldu, er oft fyrst til að rétta öðrum hjálparhönd, því líður vel með að tjá reglulega þakklæti sitt fyrir allt sem það hefur, það nýtur lífsins lystisemda og reynir að lifa í núverandi augnabliki, gera hreyfingu að daglegri venju, er bjartsýnt á framtíðina og helgar sig verðugum tilgangi og lífsmarkmiðum. Síðast en ekki síst verður hamingjusamt fólk stressað, það lendir í krísum, jafnvel mikilli ógæfu – alveg eins og ég og þú. Leynivopnið þeirra er að sýna styrk í að fást við erfiðleikana sem það mætir á lífsleiðinni. Framtíðin Ég velti fyrir mér, líkt og Héðinn, hvort við getum farið að líta á hvort annað út frá styrkleikunum okkar, hæfni og getu í staðinn fyrir veikleikum, takmörkunum og veikindum? Getum við sýnt hvoru öðru meiri góðsemi í staðinn fyrir dómhörku? Getum við lagt meira í að forvinna andleg vandamál í staðinn fyrir að vera með þessa þungu áherslu á að laga þau? Getum við notað aðferðir sem hafa sýnt fram á að hjálpa fólki að ná bata og að blómstra í lífinu í staðinn fyrir að setja plástur á vandamálin? Værum við ekki að slá tvær flugur í einu höggi þar? Myndum við ekki færast nær því samfélagi þar sem færri væruveikir og fleiri gætublómstrað oglagt sitt af mörkum til samfélagsins? Ég trúi að við getum þetta allt saman. Hvernig við förum að því er stórspurning með engin einföld svören ætli fyrstu skrefin séu ekki að setja meiri áherslu á að forvinna geðræn vandamál, leggja meiri þunga á gagnreyndar aðferðir í meðferðum í auknu mæli og að við sem einstaklingar öxlum meiri ábyrgð á okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun