Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 10:07 Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Grindavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Ölfus Mosfellsbær Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira