Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:28 Eva Hauksdóttir, dóttir konunnar, sendir yfirlýsinguna fyrir hönd systkinanna. Vísir/Vilhelm „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. Engar forsendur fyrir líknandi meðferð Í yfirlýsingunni segir að þegar konan, sem var áttræðisaldri, lagðist inn hafi hún ekki verið greind með neinn lífsógnandi sjúkdóm og ekki á neinum sterkum lyfjum. „Hún var sett á lífslokameðferð samdægurs, án þess að vera spurð álits á því eða vera upplýst um það,“ segir fjölskyldan. Tekið er fram að í áliti landlæknis séu gerðar athugasemdir við fjölda þátta í meðferð stofnunarinnar. „Þær alvarlegustu varða lífslokameðferð sem hún sætti án þess að nokkrar forsendur væru fyrir hendi sem réttlættu þá ráðstöfun. Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og felur það í sér að ekkert er gert til að lengja líf sjúklings, sýkingar ekki meðhöndlaðar og næringu og vökva ekki haldið að sjúklingnum. Slíkri meðferð er aðeins beitt þegar sjúklingur er að dauða kominn og stendur hún venjulega aðeins í örfáa daga.“ Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá segir að þrátt fyrir ítrekaðar spurningar hafi engar skýringar fengist á því hvaða sjúkdómar væru að draga móður þeirra til dauða eða hvers vegna hún væri á stórum skömmtum af slævandi lyfjum. Er því einnig haldið fram að umræddur læknir og annar læknir á stofnuninni hafi farið með ósannindi sem hafi verið til þess fallin að koma í veg fyrir björgunaraðgerðir aðstandenda. Sögð vera með „hegðunarvandamál“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði. Þar sem henni var haldið í lyfjamóki var ekki hægt að ná eðlilegu sambandi við hana. Þegar hún gerði tilraunir til að hafna meðferð, t.d. með því að losa sig við nálar og lyfjaplástra var litið á það sem hegðunarvandamál. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar. Þegar fór að draga svo af henni að hún hætti að bera sig eftir næringu og vökva var ekkert gert í því. Enda var hún á lífslokameðferð - án ástæðu“ Fjölskyldan bendir á að fram hafi komið í fréttum að mál læknisins sé á borði lögreglu. „Hvað nákvæmlega það er sem lögreglu var falið að rannsaka er þó óljóst,“ segir í yfirlýsingunni, en fréttastofa hefur einnig reynt að fá upplýsingar um hvers eðlis rannsóknin sé, en ekki haft erindi sem erfiði. Vilja að málið sé rannsakað sem manndráp „Við systkinin höfum komið þeirri afstöðu á framfæri við lögregluna á Suðurnesjum að við teljum álit landlæknis gefa tilefni til þess að rannsaka málið sem manndráp,“ segir fjölskyldan. „Vísum við í því sambandi til lokaorða í álitsgerðinni. Þar kemur fram að gögn málsins styðji ekki þær skýringar læknisins að lifslokameðferð hafi verið skráð fyrir mistök en að í raun hafi verið um einkennameðferð að ræða. Telur landlæknir að þvert á móti hafi meðferðin frá fyrsta degi verið samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd.“ Vísað er í álit landlæknis: „Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut.“ Konan var 73 ára þegar hún lést. Undir yfirlýsinguna skrifa börnin hennar; Eva Hauksdóttir, Hugljúf Dan Hauksdóttir Borghildur Hauksdóttir og Guðbjörn Dan Gunnarsson. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur hafnað öllum viðtölum. Fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi verið gerðar við störf fleiri lækna hjá HSS. Þá var rætt við forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem sagði fólk veigra sér við því að leita á stofnunina. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Engar forsendur fyrir líknandi meðferð Í yfirlýsingunni segir að þegar konan, sem var áttræðisaldri, lagðist inn hafi hún ekki verið greind með neinn lífsógnandi sjúkdóm og ekki á neinum sterkum lyfjum. „Hún var sett á lífslokameðferð samdægurs, án þess að vera spurð álits á því eða vera upplýst um það,“ segir fjölskyldan. Tekið er fram að í áliti landlæknis séu gerðar athugasemdir við fjölda þátta í meðferð stofnunarinnar. „Þær alvarlegustu varða lífslokameðferð sem hún sætti án þess að nokkrar forsendur væru fyrir hendi sem réttlættu þá ráðstöfun. Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og felur það í sér að ekkert er gert til að lengja líf sjúklings, sýkingar ekki meðhöndlaðar og næringu og vökva ekki haldið að sjúklingnum. Slíkri meðferð er aðeins beitt þegar sjúklingur er að dauða kominn og stendur hún venjulega aðeins í örfáa daga.“ Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá segir að þrátt fyrir ítrekaðar spurningar hafi engar skýringar fengist á því hvaða sjúkdómar væru að draga móður þeirra til dauða eða hvers vegna hún væri á stórum skömmtum af slævandi lyfjum. Er því einnig haldið fram að umræddur læknir og annar læknir á stofnuninni hafi farið með ósannindi sem hafi verið til þess fallin að koma í veg fyrir björgunaraðgerðir aðstandenda. Sögð vera með „hegðunarvandamál“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði. Þar sem henni var haldið í lyfjamóki var ekki hægt að ná eðlilegu sambandi við hana. Þegar hún gerði tilraunir til að hafna meðferð, t.d. með því að losa sig við nálar og lyfjaplástra var litið á það sem hegðunarvandamál. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar. Þegar fór að draga svo af henni að hún hætti að bera sig eftir næringu og vökva var ekkert gert í því. Enda var hún á lífslokameðferð - án ástæðu“ Fjölskyldan bendir á að fram hafi komið í fréttum að mál læknisins sé á borði lögreglu. „Hvað nákvæmlega það er sem lögreglu var falið að rannsaka er þó óljóst,“ segir í yfirlýsingunni, en fréttastofa hefur einnig reynt að fá upplýsingar um hvers eðlis rannsóknin sé, en ekki haft erindi sem erfiði. Vilja að málið sé rannsakað sem manndráp „Við systkinin höfum komið þeirri afstöðu á framfæri við lögregluna á Suðurnesjum að við teljum álit landlæknis gefa tilefni til þess að rannsaka málið sem manndráp,“ segir fjölskyldan. „Vísum við í því sambandi til lokaorða í álitsgerðinni. Þar kemur fram að gögn málsins styðji ekki þær skýringar læknisins að lifslokameðferð hafi verið skráð fyrir mistök en að í raun hafi verið um einkennameðferð að ræða. Telur landlæknir að þvert á móti hafi meðferðin frá fyrsta degi verið samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd.“ Vísað er í álit landlæknis: „Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut.“ Konan var 73 ára þegar hún lést. Undir yfirlýsinguna skrifa börnin hennar; Eva Hauksdóttir, Hugljúf Dan Hauksdóttir Borghildur Hauksdóttir og Guðbjörn Dan Gunnarsson. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur hafnað öllum viðtölum. Fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi verið gerðar við störf fleiri lækna hjá HSS. Þá var rætt við forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem sagði fólk veigra sér við því að leita á stofnunina. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31