Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur boðað að takmarkanir vegna veirunnar verði með öllu afnumdar í Bretlandi í fyrsta lagi 21. júní næstkomandi.
Harries var innt eftir því á blaðamannafundinum í dag hvort Bretar yrðu enn skyldaðir til að bera grímur innandyra á almannafæri eftir þann tíma.
Hún sagði að sú yrði ekki endilega raunin – en grímur yrðu ef til vill skylda þegar veturinn gengur í garð.
„Eitt af því sem við vitum er, að sjálfsögðu, að það er mun öruggara að athafna sig utandyra en innandyra. Loftræsting, við vitum að hún er mjög mikilvæg. […] En það er mögulegt að yfir sumarmánuðina, líkt og í fyrra þegar smitum fækkaði, þurfum við ekki að bera grímur. Sumarið er almennt mun öruggara fyrir okkur og minni þörf á inngripi. En það útilokar hana [grímuskyldu] ekki þegar veturinn hefst á ný,“ sagði Harries.