Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 07:24 Ólafur hefur setið á þingi árið 2013 og svo frá 2017, en starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2017, en þá var Rósa Björk Brynjólfsdóttir efst á lista. Hún sagði skilið við þingflokk VG á kjörtímabilinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Ólafur Þór var þingmaður árið 2013 og svo frá árinu 2017. Haft er eftir Ólafi að hann hafi starfað innan hreyfingarinnar og að framgangi hennar og vilji áfram vinna að þeim málum sem hann brenni fyrir. „Á þingi hef ég beitt mér sérstaklega fyrir málefnum eldra fólks og velferðarmálum almennt. Ég hef lagt fram fjölda þingmála í þá veru, m.a. um réttindi eldra fólks, þjónustu við aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heilbrigðismál, uppbyggingu öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og eflingu heilsugæslunnar. Ég hef víðtæka reynslu af heilbrigðis og velferðarmálum, eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæjarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og hef því skilning á þörfum sveitarfélaganna og íbúa þeirra, og mikilvægi góðrar þjónustu við íbúa. Umhverfismál og hvernig þau snerta þéttbýlið sérstaklega hafa einnig verið mér hugleikin, t.a.m. loftgæði í þéttbýli, Borgarlína, umferðarmál og skipulagsmál í þéttbýli yfirleitt. Verkefnin eru víða við frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Við þurfum að ljúka byggingu Landspítalans, halda áfram að efla heilsugæsluna og byggja upp öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin. Það er nauðsynlegt að stíga djörf skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Loftslagsmál eru mál sem varða okkur öll og framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða,“ er haft eftir Ólafi. Ólafur starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags- og viðskiptanefnd. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2017, en þá var Rósa Björk Brynjólfsdóttir efst á lista. Hún sagði skilið við þingflokk VG á kjörtímabilinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Ólafur Þór var þingmaður árið 2013 og svo frá árinu 2017. Haft er eftir Ólafi að hann hafi starfað innan hreyfingarinnar og að framgangi hennar og vilji áfram vinna að þeim málum sem hann brenni fyrir. „Á þingi hef ég beitt mér sérstaklega fyrir málefnum eldra fólks og velferðarmálum almennt. Ég hef lagt fram fjölda þingmála í þá veru, m.a. um réttindi eldra fólks, þjónustu við aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heilbrigðismál, uppbyggingu öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og eflingu heilsugæslunnar. Ég hef víðtæka reynslu af heilbrigðis og velferðarmálum, eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæjarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og hef því skilning á þörfum sveitarfélaganna og íbúa þeirra, og mikilvægi góðrar þjónustu við íbúa. Umhverfismál og hvernig þau snerta þéttbýlið sérstaklega hafa einnig verið mér hugleikin, t.a.m. loftgæði í þéttbýli, Borgarlína, umferðarmál og skipulagsmál í þéttbýli yfirleitt. Verkefnin eru víða við frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Við þurfum að ljúka byggingu Landspítalans, halda áfram að efla heilsugæsluna og byggja upp öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin. Það er nauðsynlegt að stíga djörf skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Loftslagsmál eru mál sem varða okkur öll og framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða,“ er haft eftir Ólafi. Ólafur starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags- og viðskiptanefnd.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels