Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 12:00 Kyrie Irving og til hliðar er hugmynd hans af NBA merkinu með Kobe Bryant. Samsett/Getty og Instagram Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe. Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu. NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu.
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira