Nýr Menntasjóður landsbyggðinni í vil Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 14:31 Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Þessar breytingar eiga sér langan aðdraganda, fyrri menntamálaráðherrum hefur ekki tekist að koma þeim í gegn en Lilja Alfreðs fékk málið í sínar hendur og náði því áfram. Nýtt nafn á þessu gamla kerfi segir til um hversu miklar breytingar eru gerðar, með þeim erum við að færast nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar í þeim efnum og tímabært var að færa nær nútímaviðmiðum. Helstu breytingar Helstu nýmælin eru að inn kemur styrkjakerfi, beinn stuðningur og ívilnanir sem eru undanþegnar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum, að loknu námi. Þá verður það meginregla að bæði útgreiðsla og afborganir námslána verða mánaðarlegar. Sem styðjandi aðgerðir má nefna beinan stuðning vegna framfærslu barna, en námsmaður á rétt á styrk til framfærslu barns/barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri á mánuði með hverju barni. Námsmenn sem greiða meðlag með barni undir 18 ára aldri geta einnig fengið styrk vegna meðlagsgreiðslna sem nemur sömu upphæð. Mikilvæg breyting er að ábyrgðamannafyrirkomulag LÍN er afnumið og ábyrgðir á námslánum falla niður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Byggðasjónarmiðin eru áberandi Fyrir síðustu kosningar lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að byggðajöfnunaraðgerðir væri að finna sem víðast og hægt væri að beita sérstökum íviljunum vegna afborgana á námslánum og þær séu hagstæðari að hluta fyrir þá sem búa í hinum dreifðari byggðum. Þetta atriðið má finna í reglum hins nýja Menntasjóðs. Þar er að finna heimild til að veita rétt til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina, og vegna endurgreiðsla námslána hjá lánþegum sem eru búsettir og starfa á svæðum sem skilgreind eru í samráði við Byggðastofnun. Uppleggið er að lánþegi sem hefur lokið námi og er búsettur á skilgreindu svæði nýti i menntun sína þar að lágmarki í 50% starfshlutfalli í a.m.k. tvö ár. Byggð um allt land Ívilnandi aðgerðir sem stjórnvöld setja eru mikilvægt tæki til að hafa áhrif á byggðaþróun og ekki síst til að hafa áhrif á að efla þjónustu í veikum byggðum og styrkja nærsamfélagið. Í Noregi byggir byggðastefna á því að halda öllu landinu í byggð og áhersla lögð á valfrelsi einstaklinga til að velja sér búsetu. Það er mikilvægt að byggja undir sterka samfélagsgerð og fjölbreytta þjónustu. Í Noregi hafa verið notað ívilnandi skattaaðgerðir til að efla byggð. Þar með talið með niðurfellingu eða lækkun á endurgreiðslu námslána með ágætum árangri. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu ár hvort þessar aðgerðir eigi eftir að skila sér með jafn góðum árangri og hjá frændum okkar í Noregi. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Þessar breytingar eiga sér langan aðdraganda, fyrri menntamálaráðherrum hefur ekki tekist að koma þeim í gegn en Lilja Alfreðs fékk málið í sínar hendur og náði því áfram. Nýtt nafn á þessu gamla kerfi segir til um hversu miklar breytingar eru gerðar, með þeim erum við að færast nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar í þeim efnum og tímabært var að færa nær nútímaviðmiðum. Helstu breytingar Helstu nýmælin eru að inn kemur styrkjakerfi, beinn stuðningur og ívilnanir sem eru undanþegnar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum, að loknu námi. Þá verður það meginregla að bæði útgreiðsla og afborganir námslána verða mánaðarlegar. Sem styðjandi aðgerðir má nefna beinan stuðning vegna framfærslu barna, en námsmaður á rétt á styrk til framfærslu barns/barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri á mánuði með hverju barni. Námsmenn sem greiða meðlag með barni undir 18 ára aldri geta einnig fengið styrk vegna meðlagsgreiðslna sem nemur sömu upphæð. Mikilvæg breyting er að ábyrgðamannafyrirkomulag LÍN er afnumið og ábyrgðir á námslánum falla niður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Byggðasjónarmiðin eru áberandi Fyrir síðustu kosningar lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að byggðajöfnunaraðgerðir væri að finna sem víðast og hægt væri að beita sérstökum íviljunum vegna afborgana á námslánum og þær séu hagstæðari að hluta fyrir þá sem búa í hinum dreifðari byggðum. Þetta atriðið má finna í reglum hins nýja Menntasjóðs. Þar er að finna heimild til að veita rétt til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina, og vegna endurgreiðsla námslána hjá lánþegum sem eru búsettir og starfa á svæðum sem skilgreind eru í samráði við Byggðastofnun. Uppleggið er að lánþegi sem hefur lokið námi og er búsettur á skilgreindu svæði nýti i menntun sína þar að lágmarki í 50% starfshlutfalli í a.m.k. tvö ár. Byggð um allt land Ívilnandi aðgerðir sem stjórnvöld setja eru mikilvægt tæki til að hafa áhrif á byggðaþróun og ekki síst til að hafa áhrif á að efla þjónustu í veikum byggðum og styrkja nærsamfélagið. Í Noregi byggir byggðastefna á því að halda öllu landinu í byggð og áhersla lögð á valfrelsi einstaklinga til að velja sér búsetu. Það er mikilvægt að byggja undir sterka samfélagsgerð og fjölbreytta þjónustu. Í Noregi hafa verið notað ívilnandi skattaaðgerðir til að efla byggð. Þar með talið með niðurfellingu eða lækkun á endurgreiðslu námslána með ágætum árangri. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu ár hvort þessar aðgerðir eigi eftir að skila sér með jafn góðum árangri og hjá frændum okkar í Noregi. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar