Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2021 16:50 Alex Már Jóhannsson gengur sáttur frá borði. Vísir/SigurjónÓ Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48