Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 19:21 Í dag var byrjað að sekta fólk sem ekki getur framvísað neikvæðu PCR prófi sem ekki er eldra en sjötíu og tveir tímar. Vísir/Vilhelm Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir hafa greinst í vikunni og voru báðir í sóttkví. Einn greindist á landamærunum í gær og er beðið mótefnamælingar hjá honum. Frá því reglugerð um framvísun á neikvæðu PCR vottorði tók gildi fyrir tæpri viku hafa um 14 prósent farþega ekki framvísað slíku vottorði. Regluverk um sekt upp á 100 þúsund til þeirra sem koma án vottorðs var klárað í gær og byrjað að beita sektunum í dag. Einn var sektaður við komuna frá Amsterdam vegna þessa og öðrum sem ekki hafði fullnægjandi vottorð var vísað frá landinu og fór til baka með flugvélinni. Víðir Reynisson vonar að nú þegar farið sé að sekta fólk fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði við landamærin fækki þeim sem komi til landsins án slíks vottorðs.júlíus sigurjónsson Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir alla eiga að geta útvegað sér PCR vottorð enda gildi sú regla víða um heim. „Það sem hefur líka komið í lós er að það er miklu auðveldara að ná sér í þessi vottorð heldur en jafnvel við töldum. Við vorum með þessa sjötíu og tveggja tíma reglu til að gefa meira svigrúm á meðan margar aðrar þjóðir eru með styttri tíma.“ Þannig að þið bindið kannski vonir við það þegar sektirnar eru orðnar virkar, kannski í dag eða á morgun, að þeim fækki enn frekar sem ekki ná sér í þessi vottorð? „Já, ég held að frá og með deginum í dag sé það alveg augljóst að það sé alltaf besti kosturinn að ná sér í vottorð,“ segir Víðir. Þeir sem geta síðan sýnt vottorð um að þeir hafi fengið covid 19 og jafnað sig eða verið bólusettir þurfa ekki að fara í tvöfalda skimun við komuna til landsins. Þórólfur Guðnason lagði það hins vegar til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn þeirrar skoðunar að einnig þeir sem framvísi bólusetningarvottorði á landamærunum eigi að fara í tvöfalda skimun.júlíus sigurjónsson Ertu enn þeirrar skoðunar að fólk með bólusetningarvottorð ætti að fara í tvöfalda skimun? „Já, ég er eignlega á þeirri skoðun og það eru allir sem mæla með því. Bæði allar evrópuþjóðir, okkar nágrannaþjóðir og Sóttvarnastofnun Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir það - þar til við fáum góða vitneskju um að þess þurfi ekki,“ segir Þórólfur. Enn eigi eftir að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem hafi verið bólusettir smiti ekki. En á upplýsingafundinum greindi hann þó frá því að fyrstu rannsóknir bentu til að þeir smituðu ekki. „En þetta er ákvörðun ríkisstjórnarinnar eða ráðherra að hafa þetta svona,“ sagði sóttvarnalæknir. Þá sagði hann einhver dæmi væru um að fólk vildi ekki láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca af ótta við aukaverkanir. „Aukaverkanir eftir AstraZeneca bóluefnið virðast vera meiri eftir fyrsta skammtinn heldur en þann seinni. En þessu er öfugt farið eftir önnur bóluefni. Þannig að þegar upp er staðið er munurinn á aukaverkunum sennilega ekki mjög mikil,“ sagði Þórólfur. Þá væri vörn efnanna mjög svipuð. Allt of flókið væri að hver og einn gæti valið sér bóluefni og þeir sem neituðu tilteknu efni færðust þá aftar í forgangsröðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. 25. febrúar 2021 11:45 Enginn greindist innanlands en einn á landamærum Fjórða daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. 25. febrúar 2021 10:55 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir hafa greinst í vikunni og voru báðir í sóttkví. Einn greindist á landamærunum í gær og er beðið mótefnamælingar hjá honum. Frá því reglugerð um framvísun á neikvæðu PCR vottorði tók gildi fyrir tæpri viku hafa um 14 prósent farþega ekki framvísað slíku vottorði. Regluverk um sekt upp á 100 þúsund til þeirra sem koma án vottorðs var klárað í gær og byrjað að beita sektunum í dag. Einn var sektaður við komuna frá Amsterdam vegna þessa og öðrum sem ekki hafði fullnægjandi vottorð var vísað frá landinu og fór til baka með flugvélinni. Víðir Reynisson vonar að nú þegar farið sé að sekta fólk fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði við landamærin fækki þeim sem komi til landsins án slíks vottorðs.júlíus sigurjónsson Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir alla eiga að geta útvegað sér PCR vottorð enda gildi sú regla víða um heim. „Það sem hefur líka komið í lós er að það er miklu auðveldara að ná sér í þessi vottorð heldur en jafnvel við töldum. Við vorum með þessa sjötíu og tveggja tíma reglu til að gefa meira svigrúm á meðan margar aðrar þjóðir eru með styttri tíma.“ Þannig að þið bindið kannski vonir við það þegar sektirnar eru orðnar virkar, kannski í dag eða á morgun, að þeim fækki enn frekar sem ekki ná sér í þessi vottorð? „Já, ég held að frá og með deginum í dag sé það alveg augljóst að það sé alltaf besti kosturinn að ná sér í vottorð,“ segir Víðir. Þeir sem geta síðan sýnt vottorð um að þeir hafi fengið covid 19 og jafnað sig eða verið bólusettir þurfa ekki að fara í tvöfalda skimun við komuna til landsins. Þórólfur Guðnason lagði það hins vegar til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn þeirrar skoðunar að einnig þeir sem framvísi bólusetningarvottorði á landamærunum eigi að fara í tvöfalda skimun.júlíus sigurjónsson Ertu enn þeirrar skoðunar að fólk með bólusetningarvottorð ætti að fara í tvöfalda skimun? „Já, ég er eignlega á þeirri skoðun og það eru allir sem mæla með því. Bæði allar evrópuþjóðir, okkar nágrannaþjóðir og Sóttvarnastofnun Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir það - þar til við fáum góða vitneskju um að þess þurfi ekki,“ segir Þórólfur. Enn eigi eftir að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem hafi verið bólusettir smiti ekki. En á upplýsingafundinum greindi hann þó frá því að fyrstu rannsóknir bentu til að þeir smituðu ekki. „En þetta er ákvörðun ríkisstjórnarinnar eða ráðherra að hafa þetta svona,“ sagði sóttvarnalæknir. Þá sagði hann einhver dæmi væru um að fólk vildi ekki láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca af ótta við aukaverkanir. „Aukaverkanir eftir AstraZeneca bóluefnið virðast vera meiri eftir fyrsta skammtinn heldur en þann seinni. En þessu er öfugt farið eftir önnur bóluefni. Þannig að þegar upp er staðið er munurinn á aukaverkunum sennilega ekki mjög mikil,“ sagði Þórólfur. Þá væri vörn efnanna mjög svipuð. Allt of flókið væri að hver og einn gæti valið sér bóluefni og þeir sem neituðu tilteknu efni færðust þá aftar í forgangsröðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. 25. febrúar 2021 11:45 Enginn greindist innanlands en einn á landamærum Fjórða daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. 25. febrúar 2021 10:55 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. 25. febrúar 2021 11:45
Enginn greindist innanlands en einn á landamærum Fjórða daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. 25. febrúar 2021 10:55