Telja fimmtán hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 06:54 Lögreglan telur að alls séu fimmtán hópar hér á landi sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld telja að alls séu fimmtán hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi sem séu starfandi hér á landi. Glæpastarfsemin einskorðist þó ekki við Ísland heldur teygi hún anga sína víðar. Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er. Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er.
Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira