Nýliðar Leeds fóru illa með Villa þegar liðin mættust fyrr á leiktíðinni en í kvöld voru það Villa menn sem höfðu betur.
Gestirnir fengu draumabyrjun því Anwar El Ghazi var réttur maður á réttum stað fyrir þá og kom boltanum í markið eftir sendingu eða misheppnað skot frá Ollie Watkins strax á sjöttu mínútu.
Það reyndist eina mark leiksins og 0-1 sigur Aston Villa staðreynd.