Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2021 22:21 Halldór hefur áhyggjur af miklu álagi í Olís-deildinni. vísir/hulda margrét Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. „Þetta var hrikalega erfitt kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. „Gummi meiðist hérna í upphitun og við erum með eitthvað plan sem er farið strax 20 mínútum fyrir leik. Strákarnir voru bara frábærir við erfiðar aðstæður og spiluðu virkilega góðan leik. Stjarnan setti mikla pressu á okkur og nýttu sér sína styrkleika vel, en við gerðum það líka og ég er virkilega stoltur af strákunum.“ Halldór hafði ekki góðar fréttir að færa af Guðmundi og talaði um mikið leikjaálag. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst.“ Halldór var mjög ánægður með hvernig hans strákar tækluðu þetta verkefni í ljósi þess að einn af þeirra betri leikmönnum hafði meiðst í upphitun. „Við gerðum auðvitað nokkra feila í lokin, kannski voru menn orðnir þreyttir, Einar Sverris meiddur, Gummi meiddur og Ísak meiddur en við urðum bara að gefa allt í þetta. Frábært að vinna með einu marki og fá tvö stig í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ég hefði verið hundfúll að fá bara eitt stig, hvað þá ekki neitt stig.“ „Við fáum á okkur 28 mörk, þeir spila sjö á sex stóran hluta leiksins en við erum að skora 29 mörk og þeir spila þrjú mismunandi varnarafbrigði þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann. Næsti leikur Selfoss er fyrir norðan gegn KA og Halldór fór aðeins yfir þann leik. „Ég vonast til að Einar geti spilað, en ég er ekkert alveg viss um það. Við tökum enga sénsa, það getur bara skapað fjórar til sex vikur í viðbót í meiðslum þannig að við ætlum að hugsa um velferð leikmannana. Þetta verður erfiður leikur, KA liðið er búið að vera frábært í vetur og ég þekki KA heimilið vel og ég veit að þar verður fólk til að styðja sitt lið en við ætlum bara að gera okkar besta þar og undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. „Gummi meiðist hérna í upphitun og við erum með eitthvað plan sem er farið strax 20 mínútum fyrir leik. Strákarnir voru bara frábærir við erfiðar aðstæður og spiluðu virkilega góðan leik. Stjarnan setti mikla pressu á okkur og nýttu sér sína styrkleika vel, en við gerðum það líka og ég er virkilega stoltur af strákunum.“ Halldór hafði ekki góðar fréttir að færa af Guðmundi og talaði um mikið leikjaálag. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst.“ Halldór var mjög ánægður með hvernig hans strákar tækluðu þetta verkefni í ljósi þess að einn af þeirra betri leikmönnum hafði meiðst í upphitun. „Við gerðum auðvitað nokkra feila í lokin, kannski voru menn orðnir þreyttir, Einar Sverris meiddur, Gummi meiddur og Ísak meiddur en við urðum bara að gefa allt í þetta. Frábært að vinna með einu marki og fá tvö stig í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ég hefði verið hundfúll að fá bara eitt stig, hvað þá ekki neitt stig.“ „Við fáum á okkur 28 mörk, þeir spila sjö á sex stóran hluta leiksins en við erum að skora 29 mörk og þeir spila þrjú mismunandi varnarafbrigði þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann. Næsti leikur Selfoss er fyrir norðan gegn KA og Halldór fór aðeins yfir þann leik. „Ég vonast til að Einar geti spilað, en ég er ekkert alveg viss um það. Við tökum enga sénsa, það getur bara skapað fjórar til sex vikur í viðbót í meiðslum þannig að við ætlum að hugsa um velferð leikmannana. Þetta verður erfiður leikur, KA liðið er búið að vera frábært í vetur og ég þekki KA heimilið vel og ég veit að þar verður fólk til að styðja sitt lið en við ætlum bara að gera okkar besta þar og undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða