Tveir taka út bann hjá Val í kvöld en kemur einn öflugur kemur til baka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 15:30 Róbert Aron Hostert er lykilmaður í Valsiðinu og hefur verið sárt saknað undanfarinn mánuð. Vísir/Bára Ein af stóru spurningum kvöldsins er hvort að handboltaáhugamenn muni sjá Róbert Aron Hostert aftur í búning hjá Valsliðinu í stórleiknum á móti FH. Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira