Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 33-26 | Heimamenn í stuði Andri Már Eggertsson skrifar 1. mars 2021 21:10 Agnar Smári var mættur aftur í kvöld eftir meiðsli. vísir/vilhelm Valur vann frábæran sigur í Origo höllinni í kvöld þegar FH mætti í heimsókn. Það vantaði marga lykilmenn í lið Vals og má segja að þetta var hið fullkomna svar við þeim skakkaföllum sem blasti við liðinu fyrir leik. FH átti fyrsta frumkvæði leiksins. Jafnræði var með liðunum strax í upphafi en FH ingar tóku við sér með góðum kafla sem kom þeim 5 - 9 yfir, Einar Örn Sindrason var allt í öllu í sókninni hjá FH og átti hann 5 af 10 fyrstu mörkum FH í kvöld. Eftir tæpan 20 mínútna leik tók Valur við sér með góðum kafla, þeir létu boltann ganga hratt sóknarlega sem gerði það að verkum að það var alltaf einn leikmaður laus sem fékk dauðafæri og gerðu Valsarar vel í að nýta sér þau sem endaði með að þeir gerðu 4 mörk í röð. Jakob Martin svífur inn.vísir/vilhelm Leikurinn var síðan í járnum undir lok fyrri hálfleiks og skiptust liðin á að skora sem endaði með að leikurinn var jafn 15 - 15 í hálfleik. Seinni hálfleikur Vals var til fyrirmyndar. Agnar Smári Jónsson setti tón Vals með fyrsta marki seinni hálfleiks þegar hann þrumaði boltanum í markið. Valur komst fljótlega í fjögurra marka forskot sem endaði á því að þjálfari FH tók leikhlé. Þetta leikhlé kveikti meira í Val heldur en FH því þeir juku forskot sitt sem var komið í átta mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. FH reyndi aðeins að kroppa í forskot Vals undir lok leiks en Valsmenn virtust hafa lært af reynslunni fyrir norðan og kláruðu þeir leikinn sómasamlega sem endaði með 33 - 26 sigri Vals. Stuðningsmenn Vals gátu leyft sér að fagna í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Valur fékk góða markvörslu út allan leikinn, Martin Nagy gerði vel í að verja ásamt því þá stóð vörnin vel í seinni hálfleik og gerðu þeir vel í að lesa FH og þeirra aðgerðir. Sókn Vals var stórkostleg þeir skoruðu 33 mörk, þeir létu boltann ganga mjög vel milli manna sem endaði alltaf með að þeir fundu rétta færið sem þeir gerðu vel í að klára. Það má hrósa hugarfari Valsmanna í kvöld, það er ekki auðvelt að fara í toppslag á móti FH vitandi það að það vanti Anton Rúnarsson, Stiven Tobar Valencia, Finn Inga Stefánsson og Alexander Júlíusson. Aðrir leikmenn stigu vel upp og var þetta mjög fagmanlega gert hjá Val í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Tumi Steinn Rúnarsson var stórkostlegur í sókn Vals. Tumi skoraði 10 mörk úr 13 skotum, hann var duglegur að fiska víti og búa til færi fyrir liðsfélaga sína. Martin Nagy er að tengja saman tvo frábærar leiki hjá sér sem ekki margir hefðu átt von á miðað við hvernig hann var búinn að spila. Martin Nagy spilaði nánast allan leikinn í kvöld og var frábær, hann varði 10 skot í fyrri hálfleik og 7 í þeim seinni, inn í þessum 17 boltum eru nokkur dauðafæri sem Martin Nagy varði mjög vel. Egill náði sér ekki á strik í kvöld.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? Aðal leikmenn FH voru ekki á deginum sínum í kvöld. Egill Magnússon var engann veginn í takt við leikinn, það tók hann 5 skot að gera sitt fyrsta mark og endaði hann með 3 mörk úr 10 skotum. Vörn FH náði sér ekki á strik í kvöld og áttu þeir erfitt með að leysa Valsarana þegar þeir létu boltann ganga og mættu af krafti í árás maður á mann. Hvað gerist næst? Olís deildinn heldur áfram strax í komandi viku. Bæði FH og Valur eiga leik næstkomandi föstudag. FH fær Þór Akureyri á föstudaginn í Kaplakrika klukkan 19:30. Valur fer í Breiðholtið og mætir ÍR klukkan 20:15. Sigursteinn á hliðarlínunni í kvöld. FH hafði verið á fínu skriði en var skellt niður á jörðina í kvöld.vísir/vilhelm Sigursteinn: Valur lagði meira á sig í kvöld en við „Í dag töpuðum við fyrir liði sem var betra en við í kvöld, þeir lögðu meira á sig í leiknum og því var þetta verðskuldaður sigur,” sagði Steini Arndal þjálfari FH svekktur. „Valur er með frábært lið þó það vanti leikmenn, það sáu það allir í kvöld að þeir sem spiluðu leikinn í kvöld er allt góðir leikmenn þannig skakkaföll í liði Vals truflaði okkur ekki.” Liðin voru jöfn þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum en í seinni hálfleik voru Valsmenn talsvert sterkari en FH og komust fljótlega í góða forystu. „Þeir mættu grimmari í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að við gátum ekki leyst það sem þeir voru að gera. Við hefðum átt að spila talsvert betri vörn en við gerðum í kvöld.” „Þetta er hraðmót við erum hættir að spá í þessum leik og setjum við bara fullan þunga í næsta leik sem er strax á föstudaginn,” sagði Steini um næsta leik. Þorgeir Bjarki nýtti tækifærið vel í kvöld.vísir/vilhelm Þorgeir: Ég hugsaði um hvert færi líkt og það væri mitt síðasta Þorgeir Bjarki hefur verið í litlu hlutverki í hægra horni Vals, Finnur Ingi Stefánsson er hægri hornarmaður númer eitt en hann var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld. Þorgeir Bjarki nýtti tækifærið vel og skoraði 4 mörk. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik var sá sami og fyrir alla leiki, þegar ég kom í Val vissi ég í hvaða hlutverk ég væri að fara í, Finnur Ingi er einn besti hægri hornarmaður deildarinnar og er mitt hlutverk bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur,” sagði Þorgeir Bjarki sem fékk tækifæri í kvöld. „Þegar ég frétti að Finnur væri ekki í hóp og kallið sem ég hef beðið eftir var loksins komið reyndi ég bara að gera mitt besta fyrir liðið, þetta er ekki flókin íþrótt maður peppar sig í gang og stekkur inn úr öllum færum líkt og það sé það síðasta.” Þorgeir Bjarki var mjög ánægður með liðið sitt í kvöld og hvernig það spilaði leikinn. „Við byggðum ofan á seinasta sigur á móti Aftureldingu, Valur er bara þannig lið að þó það vanti 4-5 leikmenn þá er bara það mikil stemmning í hópnum að það var enginn var við það inn á vellinum og var þetta svakalega skemmtilegur leikur.” „Við vorum rólegir í hálfleik, það töluðu allir um það í hálfleik að vera ekkert að fara á taugum þetta yrði alltaf hörkuleikur og var þetta bara spurning um hverjir gæfu allt í þetta til enda sem féll með okkur í kvöld sem betur fer.” Valur var kominn með gott forskot á FH þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum þá komu nokkur mörk í röð frá FH og spurning hvort um væri að ræða það sama og gerðist fyrir norðan. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að manni var ekki hugsað til leiksins fyrir norðan þegar FH gerði nokkur mörk í röð en sem betur fer var ekkert um það. Maður er hættur að spá í leikjunum sem eru búnir og er næsti leikur strax á föstudaginn á móti ÍR sem við ætlum okkur að klára,” sagði Þorgeir Bjarki að lokum. Olís-deild karla Valur FH
Valur vann frábæran sigur í Origo höllinni í kvöld þegar FH mætti í heimsókn. Það vantaði marga lykilmenn í lið Vals og má segja að þetta var hið fullkomna svar við þeim skakkaföllum sem blasti við liðinu fyrir leik. FH átti fyrsta frumkvæði leiksins. Jafnræði var með liðunum strax í upphafi en FH ingar tóku við sér með góðum kafla sem kom þeim 5 - 9 yfir, Einar Örn Sindrason var allt í öllu í sókninni hjá FH og átti hann 5 af 10 fyrstu mörkum FH í kvöld. Eftir tæpan 20 mínútna leik tók Valur við sér með góðum kafla, þeir létu boltann ganga hratt sóknarlega sem gerði það að verkum að það var alltaf einn leikmaður laus sem fékk dauðafæri og gerðu Valsarar vel í að nýta sér þau sem endaði með að þeir gerðu 4 mörk í röð. Jakob Martin svífur inn.vísir/vilhelm Leikurinn var síðan í járnum undir lok fyrri hálfleiks og skiptust liðin á að skora sem endaði með að leikurinn var jafn 15 - 15 í hálfleik. Seinni hálfleikur Vals var til fyrirmyndar. Agnar Smári Jónsson setti tón Vals með fyrsta marki seinni hálfleiks þegar hann þrumaði boltanum í markið. Valur komst fljótlega í fjögurra marka forskot sem endaði á því að þjálfari FH tók leikhlé. Þetta leikhlé kveikti meira í Val heldur en FH því þeir juku forskot sitt sem var komið í átta mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. FH reyndi aðeins að kroppa í forskot Vals undir lok leiks en Valsmenn virtust hafa lært af reynslunni fyrir norðan og kláruðu þeir leikinn sómasamlega sem endaði með 33 - 26 sigri Vals. Stuðningsmenn Vals gátu leyft sér að fagna í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Valur fékk góða markvörslu út allan leikinn, Martin Nagy gerði vel í að verja ásamt því þá stóð vörnin vel í seinni hálfleik og gerðu þeir vel í að lesa FH og þeirra aðgerðir. Sókn Vals var stórkostleg þeir skoruðu 33 mörk, þeir létu boltann ganga mjög vel milli manna sem endaði alltaf með að þeir fundu rétta færið sem þeir gerðu vel í að klára. Það má hrósa hugarfari Valsmanna í kvöld, það er ekki auðvelt að fara í toppslag á móti FH vitandi það að það vanti Anton Rúnarsson, Stiven Tobar Valencia, Finn Inga Stefánsson og Alexander Júlíusson. Aðrir leikmenn stigu vel upp og var þetta mjög fagmanlega gert hjá Val í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Tumi Steinn Rúnarsson var stórkostlegur í sókn Vals. Tumi skoraði 10 mörk úr 13 skotum, hann var duglegur að fiska víti og búa til færi fyrir liðsfélaga sína. Martin Nagy er að tengja saman tvo frábærar leiki hjá sér sem ekki margir hefðu átt von á miðað við hvernig hann var búinn að spila. Martin Nagy spilaði nánast allan leikinn í kvöld og var frábær, hann varði 10 skot í fyrri hálfleik og 7 í þeim seinni, inn í þessum 17 boltum eru nokkur dauðafæri sem Martin Nagy varði mjög vel. Egill náði sér ekki á strik í kvöld.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? Aðal leikmenn FH voru ekki á deginum sínum í kvöld. Egill Magnússon var engann veginn í takt við leikinn, það tók hann 5 skot að gera sitt fyrsta mark og endaði hann með 3 mörk úr 10 skotum. Vörn FH náði sér ekki á strik í kvöld og áttu þeir erfitt með að leysa Valsarana þegar þeir létu boltann ganga og mættu af krafti í árás maður á mann. Hvað gerist næst? Olís deildinn heldur áfram strax í komandi viku. Bæði FH og Valur eiga leik næstkomandi föstudag. FH fær Þór Akureyri á föstudaginn í Kaplakrika klukkan 19:30. Valur fer í Breiðholtið og mætir ÍR klukkan 20:15. Sigursteinn á hliðarlínunni í kvöld. FH hafði verið á fínu skriði en var skellt niður á jörðina í kvöld.vísir/vilhelm Sigursteinn: Valur lagði meira á sig í kvöld en við „Í dag töpuðum við fyrir liði sem var betra en við í kvöld, þeir lögðu meira á sig í leiknum og því var þetta verðskuldaður sigur,” sagði Steini Arndal þjálfari FH svekktur. „Valur er með frábært lið þó það vanti leikmenn, það sáu það allir í kvöld að þeir sem spiluðu leikinn í kvöld er allt góðir leikmenn þannig skakkaföll í liði Vals truflaði okkur ekki.” Liðin voru jöfn þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum en í seinni hálfleik voru Valsmenn talsvert sterkari en FH og komust fljótlega í góða forystu. „Þeir mættu grimmari í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að við gátum ekki leyst það sem þeir voru að gera. Við hefðum átt að spila talsvert betri vörn en við gerðum í kvöld.” „Þetta er hraðmót við erum hættir að spá í þessum leik og setjum við bara fullan þunga í næsta leik sem er strax á föstudaginn,” sagði Steini um næsta leik. Þorgeir Bjarki nýtti tækifærið vel í kvöld.vísir/vilhelm Þorgeir: Ég hugsaði um hvert færi líkt og það væri mitt síðasta Þorgeir Bjarki hefur verið í litlu hlutverki í hægra horni Vals, Finnur Ingi Stefánsson er hægri hornarmaður númer eitt en hann var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld. Þorgeir Bjarki nýtti tækifærið vel og skoraði 4 mörk. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik var sá sami og fyrir alla leiki, þegar ég kom í Val vissi ég í hvaða hlutverk ég væri að fara í, Finnur Ingi er einn besti hægri hornarmaður deildarinnar og er mitt hlutverk bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur,” sagði Þorgeir Bjarki sem fékk tækifæri í kvöld. „Þegar ég frétti að Finnur væri ekki í hóp og kallið sem ég hef beðið eftir var loksins komið reyndi ég bara að gera mitt besta fyrir liðið, þetta er ekki flókin íþrótt maður peppar sig í gang og stekkur inn úr öllum færum líkt og það sé það síðasta.” Þorgeir Bjarki var mjög ánægður með liðið sitt í kvöld og hvernig það spilaði leikinn. „Við byggðum ofan á seinasta sigur á móti Aftureldingu, Valur er bara þannig lið að þó það vanti 4-5 leikmenn þá er bara það mikil stemmning í hópnum að það var enginn var við það inn á vellinum og var þetta svakalega skemmtilegur leikur.” „Við vorum rólegir í hálfleik, það töluðu allir um það í hálfleik að vera ekkert að fara á taugum þetta yrði alltaf hörkuleikur og var þetta bara spurning um hverjir gæfu allt í þetta til enda sem féll með okkur í kvöld sem betur fer.” Valur var kominn með gott forskot á FH þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum þá komu nokkur mörk í röð frá FH og spurning hvort um væri að ræða það sama og gerðist fyrir norðan. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að manni var ekki hugsað til leiksins fyrir norðan þegar FH gerði nokkur mörk í röð en sem betur fer var ekkert um það. Maður er hættur að spá í leikjunum sem eru búnir og er næsti leikur strax á föstudaginn á móti ÍR sem við ætlum okkur að klára,” sagði Þorgeir Bjarki að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti