Skoðun

Stattu keik í brúnni, vertu auð­mjúk og taktu á­byrgð

Árdís Rut H. Einarsdóttir skrifar

Skipstjóri er sá sem stýrir skipinu í höfn, sá sem tekur allar ákvarðanir varðandi stefnu skipsins og hvað skal gert. Hann úthlutar verkefnum til áhafnarinnar, þar sem hver áhafnarmeðlimur er hæfur á sínu sviði. Komi gat á skipið, strandi það eða eitthvað annað ófyrirsjáanlegt gerist á þessari siglingu, þá er það skipstjórinn sem ákveður hvernig bregðast skuli við. Komi upp sú staða að áhafnarmeðlimur verður á í sínu starfi, sb. missir útbyrgðis veiðifæri, gleymir að athuga stöðu vista, gleymir að yfirfara dagsetningu neyðarblysa eða annað í þá veruna, þá er það á endanum skipstjórinn sem er ábyrgur fyrir áhöfninni og ætti að biðjast afsökunar sem forsvari skipsins.

Afhverju er þá forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðissins og forstjóri landsspítalans að biðja konur afsökunnar vegna tafa sem í rauninni voru skapaðar af æðrasettum völdum heldur en þeim. Kannski fannst þeim þeir knúnir til að biðjast afsökunnar, vegna þess að skiptstjóra heilbrigðisskútunnar fannst það óþarfi. Það sýnir best hvaða mann þeir hafa að geyma og eiga hrós skilið fyrir þessa afsökunarbeiðni.

Þykir mér það einnig skrítið að háttvirtur ráðherra treysti ekki eigin heilbrigðiskerfi til að greina sýnin hér heima, heldur kýs hún að senda sýnin úr landi. Ef heilbrigðisráðherra treystir ekki eigin kerfi, hvernig eiga þá þeir sem þyggja þjónustuna að gera það? Væri þá ekki eðlilegast að háttvirtur ráðherra liti í eigin barm og hugsi hvar mistókst mér sem æðsta vald heilbrigðistkerfisins, hvaða verkreglur þarf ég að yfirfara og laga og hvernig get ég leiðrétt þau mistök sem hafa orðið í kjölfarið.

Skipstjórinn er ábyrgur fyrir áhöfninni, og ber að leiðbeina þeim í verkum sínum, afhverju er háttvirtur ráðherra þá ekki búinn að biðjast afsökunar fyrir hönd áhafnar heilbrigðisskútunar ?

Svar óskast.

Höfundur er lögfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×