Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2021 06:11 Ekkert lát er á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira