Frá þessu segir í tilkynningu en með sameiningunni verða starfsmenn sameinaðs fyrirtækis nú 110 talsins.
„Wise skipti um eigendur í upphafi árs 2020 þegar fyrirtæki í eigu Jónasar Hagan keypti meirihluta í fyrirtækinu. Wise, sem áður hét Maritech, hefur verið í rekstri sem endursöluaðili á Microsoft hugbúnaði og eigin sérlausnum í 26 ár. Á meðal eitt þúsund viðskiptavina Wise eru sveitarfélög, sjávarútvegs, fjármála-, framleiðslu-, verslunarfyrirtæki, og fyrirtæki í ýmis konar sérfræðiþjónustu. Markmið Wise hefur fyrst og fremst verið að þjónusta íslensk fyrirtæki með alhliða viðskiptalausnum.
Netheimur var stofnað árið 1998 og hefur frá upphafi verið í eigu Ellert Kristjáns Stefánssonar og Guðmundar Inga Hjartarsonar. Netheimur hefur sérhæft sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa, en sinnir í raun allri upplýsingatækniþjónustu fyrir fyrirtæki. Stærstu viðskiptavinir Netheims eru í smásölu en fyrirtækið þjónustar einnig heildsölur, lögfræðistofur, tannlæknastofur, verkfræðistofur, útgáfufélög, starfsmannaleigur,“ segir í tilkynningununni.
Jónas Hagan er stjórnarformaður og stærsti eigandi Wise, en forstjóri fyrirtækisins er Jóhannes Helgi Guðjónsson.